Leita
Hreinsa Um leit

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

161/1987

Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur læknaritara - Brottfallin

1. gr.

Rétt til þess að kalla sig læknaritara og starfa sem slíkur hefur sá einn, sem til þess hefur leyfi heilbrigðisráðherra.

 

2. gr.

Leyfi skv. 1. gr. skal veita þeim, sem lokið hafa námi sem viðurkennt er of heilbrigðisyfirvöldum. Leita skal umsagnar félags Íslenskra læknaritara og landlæknis áður en leyfi er veitt.

 

3. gr.

Starfsvettvangur læknaritara er á heilbrigðisstofnunum og stofnunum hins opinbera er fara með stjórnunarmál á heilbrigðissviði. Þeir annast ritun, skýrslugerð og umsjón með öllum gögnum er varða sjúklinga og meðferð þeirra svo og annarra aðila er til heilbrigðisstofnana leita, skv. nánari fyrirmælum lækna og undir handleiðslu og ábyrgð þeirra.

 

4. gr.

Öðrum en þeim sem hafa leyfi samkvæmt reglugerð þessari er óheimilt að kalla sig læknaritara.

 

5. gr.

Læknaritara er skylt að gæta þagmælsku um atriði, sem hann fær vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum og eðli máls. Þagnarskyldan helst þótt hann láti af störfum.

 

6. gr.

Læknaritara ber að þekkja skyldur sínar, viðhalda þekkingu sinni og tileinka sér nýjungar er varða starfið.

 

7. gr.

Um læknaritara gilds að öðru leyti, og eftir því sem við á, reglur læknalaga nr. 80/1969. Reglur læknalaga gilds um viðurlög við brotum í starfi og sviptingu starfsleyfis og endurveitingu starfsréttinda.

 

8. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er skv. lögum nr. 24/1985, um starfsheiti og starfsréttindi heilbrigðisstétta öðlast gildi þegar við birtingu. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 167/ 1986 með sama heiti.

 

Ákvæði til bráðabirgða.

Ráðherra er heimilt fram til 30. júní 1987 að víkja frá ákvæðum 2. gr. að fenginni umsögn sömu aðila og um getur í 2. gr.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 30. mars 1987.

 

Ragnhildur Helgadóttir.

Ingimar Sigurðsson.

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica