Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

247/1997

Reglugerð um (25.) breytingu á reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja, afgreiðslu þeirra og merkingu nr. 421/1988. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um (25.) breytingu á reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja,
afgreiðslu þeirra og merkingu nr. 421/1988.

 

1. gr.

                49. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

                Heimilt er að selja án lyfseðils þau lyf, sem greind eru í viðauka 4, með reglugerð þessari, svo og þau lyf sem lyfjanefnd ríkisins hefur samþykkt skráningu á og veitt markaðsleyfi fyrir og sem undanþegin eru lyfseðilsskyldu.

 

2. gr.

                Eftirfarandi undanþágur frá lyfseðilsskyldu falla niður úr viðauka 4 við reglugerðina:

Clofenotanum: Conspergens clofenotani NORD 63, Spiritus clofenotani NORD 63. Lyfjaform til útvortis notkunar; ekki yfir 100 mg/g eða 100 mg/ml (10%).

Promethazinum: Lyf í afmældum skömmtum. Einstakur skammtur mest 10 mg. Mest 10 stk. handa einstaklingi.

 

3. gr.

                Eftirfarandi skal bætt við viðauka 4 við reglugerðina:

 

Efni

Hámarksmagn og/eða takmarkanir.

Dæmi um lyf og lyfjaform er selja má án lyfseðils.

Áletrun og/eða upplýsingar á fylgiseðli, sem afhenda skal með lyfinu.

Levocabastinum

 

 

 

 

 

Nicotinum

 

 

 

 

 

 

 

 

Paracetamolum

 

 

Nefúðalyf í úðastauk með skammtaúðara. Einstakur skammtur mest 50 míkróg. Mest 30 ml handa einstaklingi.

 

Innsogslyf, mest 10 mg í röri (inhalator). Mest 420 mg handa einstaklingi.

 

Lyf í afmældum skömmtum. mest 2 mg í einstökum skammti. Mest 420 mg handa einstaklingi.

 

Skammtar 500 mg:

Allt að 30 skammtar handa einstaklingi

LIVOSTIN,

nefúðalyf

 

 

 

 

NICORETTE,

innsogslyf 10 mg

 

 

NICORETTE,

tungurótartöflur

2 mg/tafla

 

 

PANODIL HOT,

skammtar 500 mg

Samkvæmt ákvörðun lyfjanefndar ríkisins við skráningu lyfsins.

 

 

 

 

Samkvæmt ákvörðun lyfjanefndar ríkisins við skráningu lyfsins.

 

 

Samkvæmt ákvörðun lyfjanefndar ríkisins við skráningu lyfsins.

 

 

 

Samkvæmt ákvörðun lyfjanefndar ríkisins við skráningu lyfsins.

 

 

4. gr.

                Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 44. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, öðlast gildi við birtingu.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 7. apríl 1997.

 

Ingibjörg Pálmadóttir.

Einar Magnússon.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica