Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

199/1983

Reglugerð um starfsréttindi og starfssvið lyfjatækna - Brottfallin

Starfsréttindi.

1. gr.

Rétt til að kalla sig lyfjatækni og starfa sem slíkur hér á landi hefur sá einn, sem hlotið hefur til þess löggildingu heilbrigðisráðherra.

2. gr.

Rétt til þess að öðlast starfsleyfi, sbr. 1. gr., hefur sá einn, sem lokið hefur prófi við Lyfjatækniskóla Íslands eða hliðstæðu prófi, sem metið er gilt að dómi skólastjórnar Lyfjatæknaskóla Íslands.

Starfssvið.

3. gr.

Starfssvið lyfjatækna eru störf við lyfjaafgreiðslu og lyfjagerð undir handleiðslu og á ábyrgð lyfjafræðings.

Heimilt er að veita lyfjatækni takmarkaðan og staðbundinn afgreiðslurétt úr lyfjaforða, sbr. 24. gr. laga um lyfjadreifingu nr. 76/1982.

4. gr.

Óheimilt er að ráða til lyfjatæknisstarfa aðra en þá, sem heilbrigðismálaráðherra hefur veitt starfsréttindi hér á landi, sbr. ákvæði laga nr. 64/1971 um tæknimenntaðar heilbrigðisstéttir.

5. gr.

Um viðurlög við brotum í starfi lyfjatækna gilda ákvæði laga nr. 64/1971 um tæknimenntaðar heilbrigðisstéttir svo og laga um lyfjadreifingu nr. 76/1982 eftir því sem við á.

6 gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimildum í 15. gr. laga um lyfjadreifingu nr. 76/1982 og lögum um tæknimenntaðar heilbrigðisstéttir nr. 64/1971, öðlast þegar gildi.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 8. apríl 1983.

F. h. r.

Jón Ingimarsson.

Ingolf J. Petersen.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica