61/1993
Reglugerð um (12.) breytingu á reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja, afgreiðslu þeirra og merkingu nr.421/1988. - Brottfallin
REGLUGERÐ
um (12.) breytingu á reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja,
afgreiðslu þeirra og merkingu nr. 421/1988.
1. gr.
Eftirfarandi bætist við 16. gr. reglugerðarinnar:
___________________________________________________________________________________
|
Efni
|
Hámarksmagn sem ávísa má með lyfseðli.
|
Dæmi og undantekningar (merktar *)
|
___________________________________________________________________________________
|
Zolpidemum INN
|
400 mg
|
Stilnoct, töflur 10 mg: 40 stk.
|
2. gr.
Í viðauka 4 við reglugerðina skal tekið fram eftirfarandi undir kaflanum "Hámarksmagn og/eða takmarkanir" fyrir efnin Diphenhydraminum og Melcozini chloridum:
Óheimilt er að afgreiða lyfið í afmældum skömmtum án lyfseðils til barna yngri en 18 ára.
3. gr.
Eftirfarandi skal bætt við viðauka 4 við reglugerðina:
_____________________________________________________________________________________
|
Efni
|
Hámarksmagn
og/eða takmarkanir
|
Dæmi um lyf og lyfjaform
er selja má án lyfseðils
|
Áletrun og/eða upplýsingar á
fylgiseðli, sem afhenda skal með
lyfinu.
|
_____________________________________________________________________________________
|
Terfena-
dinum
|
Lyf í afmældum skömmt-
um. Mest 20 stk. handa
einstaklingi, ef einstakur
skammtur er 60 mg.
|
TELDANEX
töflur 60 mg
|
Gegn ofnæmi.
Skammtar: Fullorðnir og börn
eldri en 12 ára: Ein tafla kvölds og
morguns eða tvær töflur að
morgni. Börn 6-12 ára: Hálf tafla
kvölds og morguns. Lyfið er ekki
ætlað börnum yngri en 6 ára.
Varúð: Barnshafandi konum og
konum með barn á brjósti er ein-
ungis ráðlagt að nota lyfið í sam-
ráði við lækni. Varasamt getur
verið að nota þetta lyf samtímis
sýklalyfinu erýtrómýcíni og
sveppalyfinu ketókónazóli (til
inntöku). Þeir, sem eru með al-
varlegan hjartasjúkdóm, sérstak-
lega þeir, sem hafa fengið hjart-
sláttartruflun, eiga ekki að nota
þetta lyf.
|
|
Terfena-
dinum
|
Mest 10 stk. handa ein-
staklingi, ef einstakur
skammtur er 120 mg.
|
TELDANEX
töflur 120 mg
|
Gegn ofnæmi.
Skammtar: Fullorðnir og börn
eldri en 12 ára: Ein tafla á dag.
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri
en 12 ára.
Varúð: Barnshafandi konum og
konum með barn á brjósti er ein-
ungis ráðlagt að nota lyfið í sam-
ráði við lækni. Varasamt getur
verið að nota þetta lyf samtímis
sýklalyfinu erýtrómýcíni og
sveppalyfinu ketókónazóli (til
inntöku). Þeir, sem eru með al-
varlegan hjartasjúkdóm, sérstak-
lega þeir, sem hafa fengið hjart-
sláttartruflun, eiga ekki að nota
þetta lyf.
|
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 16. og 17. gr. lyfjalaga nr. 108/1984, öðlast gildi við birtingu.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 3. febrúar 1993.
Sighvatur Björgvinsson.
Einar Magnússon.