Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

369/1994

Auglýsing um (1.) breytingu á fylgiskjali með reglugerð um staðfestingu starfsleyfa nokkurra heilbrigðisstétta o.fl. skv. ákvæðum EES-samningsins, nr. 244/1994. - Brottfallin

1. gr.

       Eftirtaldar breytingar verða á fylgiskjali 1: Læknar:

a.     Í stað gerðanna sem vísað er til í 1. og 2. tölulið (tilskipanir ráðsins 75/362/EBE og 75/363/EBE og breytingargerðir) komi eftirfarandi:

 

1.                                          1.393L0016: Tilskipun ráðsins 93/16/EBE frá 5. apríl 1993 um að greiða fyrir frjálsum flutningum lækna og um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum þeirra, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi.

 

Þar fyrir neðan komi eftirfarandi á undan núverandi aðlögun:

Noregur skal, með undanþágu frá ákvæðum 30. gr. tilskipunar 93/16/EBE, eins og þau eru aðlöguð að því er þennan samning varðar, standa við skuldbindingarnar sem þar eru settar fram eigi síðar en 1. janúar 1995 í stað gildistökudags samningsins.

 

b. 3. töluliður verður 2. töluliður.

 

2. gr.

Tilskipun ráðsins 93/16/EBE sbr. a-lið 1. gr. hefur birst í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB - Sérstakri útgáfu: Bók 4, bls. 111 - 134.

 

3, gr.

Auglýsing þessi er birt með vísan til 2. málsgr. 1. gr. reglugerðar nr. 244/1994 og öðlast gildi 1. júlí 1994.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 28. júní 1994.

 F.h.r.

Páll Sigurðsson.

 

Dögg Pálsdóttir.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica