um (22.) breytingu á reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja,
afgreiðslu þeirra og merkingu nr. 421/1988.
1. gr.
Ákvæði í 16. gr. reglugerðarinnar um Bromazepamum breytist og verður svohljóðandi:
Efni
|
Hámarksmagn, sem ávísa má með lyfseðli |
Dæmi og undantekningar (merktar *)
|
Bromazepamum INN |
360 mg |
*Lexotan, töflur 3 mg: 100 stk. *Lexotan, töflur 6 mg: 60 stk. |
2. gr
Svohljóðandi breyting verður í viðauka 3 við reglugerðina. (Listi yfir lyfseðilsskyld lyf):
Econazolum INN, nema í lyfjaformum til útvortis notkunar, en eigi yfir 10 mg/g (1%).
3. gr.
Svohljóðandi breyting verður í viðauka 4 við reglugerðina. (Listi yfir undanþágur frá lyfseðilsskyldu):
Econazolum INN fellur brott.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 44. gr lyfjalaga nr. 93/1994, öðlast gildi 1. apríl 1996.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 22. mars 1996.
Ingibjörg Pálmadóttir.
Rannveig Gunnarsdóttir.