Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

63/1996

Reglugerð um (21.) breytingu á reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja, afgreiðslu þeirra og merkingu nr. 421/1988. - Brottfallin

Reglugerð um (21.) breytingu á reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja, afgreiðslu þeirra og merkingu nr. 421/1988.

1. gr.

Eftirfarandi efni bætist við upptalningu efna í 16. gr reglugerðarinnar:

Efni. Hámarksmagn, sem ávísa má Dæmi og undantekningar (merktar *)

með lyfseðli

Alprazolamum INN Lyfjaform með forðaverkun: Tafil Retard, forðatöflur 0,5 mg; 120 stk.

60 mg Tafil Retard, forðatöflur 1 mg; 60 stk.

Tafil Retard, forðatöflur 2 mg; 30 stk.

2. gr.

Eftirfarandi eru breytingar á viðauka 4 við reglugerðina:

Efni. Hámarksmagn og/eða Dæmi um lyf og Áletrun og/eða upplýsingar á

takmarkanir. lyfjaform, er selja fylgiseðli, sem afhenda skal með

má án lyfseðils lyfinu

Í stað Coffeinum komi:

Coffeinum Lyf í afmældum KOFFAZÓN, töflur. Lyf við verkjum, t.d. höfuðverk

skömmtum í blöndu tannpínu og tíðaverkjum.

með öðrum lyfjum; Hæfilegir skammtar handa

einstakur skammtur fullorðnum eru 1-2 töflur í senn,

mest 50 mg. allt að þrisvar sinnum á dag.

Lyfið er ekki ætlað börnum yngri

en 12 ára.

Sjúklingar með maga- og/eða

skeifugarnarsár og barnshafandi

konur eiga ekki að taka lyfið.

Á eftir Ergo-calciferolum komi:

Famotidinum Lyfjaform í afmældum PEPCID, Lyf við brjóstsviða og nábít og sem

skömmtum; tuggutöflur fyrirbyggjandi gegn þessum

Einstakur skammtur töflur. óþægindum, þegar þau tengjast

10 mg; mest 60 stk. máltíðum.

handa einstaklingi. Texti á fylgiseðli samkvæmt

ákvörðun ráðuneytis.

Í stað Heparinoidum komi:

Heparinoidum Lyfjaform til útvortis HIRUDOID, Notið Hirudoid krem við grunna

notkunar. krem. marbletti og bláæðabólgu nálægt

yfirborði.

Notkun: Berið kremið á einu sinni til tvisvar á dag. Nuddið kreminu varlega á svæðið þar til það hverfur inn í húðina.

Varúð: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir innihaldsefnum Hirudoid krems noti það ekki.

HIRUDOID,

hlaup.

Notið Hirudoid hlaup við grunn (yfirborðs) haematom (mar/blóðhlaup) og við yfirborðs bláæðabólgu.

Notkun: Berið hlaupið á einu sinni til tvisvar á dag.

Varúð: Hirudoid hlaup inniheldur ísóprópýl alkóhól og má þess vegna ekki koma í opin sár, augu eða óvarða slímhúð. Þeir sem hafa ofnæmi fyrir innihaldsefnum Hirudoid hlaups noti það ekki.

Á eftir Loperamidum komi:

Loratadinum. Lyfjaform í afmældum CLARITYN, Gegn ofnæmi.

skömmtum. freyðitöflur 10 mg. Skammtar: Fullorðnir og börn 15

Einstakur skammtur ára og eldri: Ein freyðitafla á dag.

mest 10 mg; Börn 2-14 ára:

mest 10 stk. handa 30 kg eða þyngri: Ein freyðitafla á dag.

einstaklingi. Léttari en 30 kg: 1/2 freyðitafla á dag.

Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2 ára.

Gefið lyfið ekki börnum yngri en 15 ára nema í samráði við lækni.

Varúð: Barnshafandi konum og konum með barn á brjósti er einungis ráðlagt að nota lyfið í samráði við lækni.

Athugið: Hver freyðitafla skal leyst upp í 1/2 glasi af vatni fyrir inntöku.

CLARITYN, Gegn ofnæmi.

töflur 10 mg. Skammtar: Fullorðnir og börn 15 ára og eldri: Ein tafla á dag.

Börn 2-14 ára:

30 kg eða þyngri: Ein tafla á dag.

Léttari en 30 kg: 1/2 tafla á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2 ára.

Gefið lyfið ekki börnum yngri en 15 ára nema í samráði við lækni.

Varúð: Barnshafandi konum og konum með barn á brjósti er einungis ráðlagt að nota lyfið í samráði við lækni.

Mixtúrur; CLARITYN Gegn ofnæmi.

mest 1 mg/ml; mixtúra 1 mg/ml. Skammtar: Fullorðnir og börn

mest 100 ml handa 15 ára og eldri: 10 ml (2 mæliskeiðar) einstaklingi. einu sinni á dag.

Börn 2-14 ára:

30 kg eða þyngri: 10 ml (2 mæliskeiðar) einu sinni á dag.

Léttari en 30 kg: 5 ml (ein mæliskeið) einu sinni á dag.

Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2 ára.

Gefið lyfið ekki börnum yngri en 15 ára nema í samráði við lækni.

Varúð: Barnshafandi konum og konum með barn á brjósti er einungis ráðlagt að nota lyfið í samráði við lækni.

Á eftir Phenazonum komi:

Piroxicamum Lyfjaform til útvortis FELDEN GEL, Texti á fylgiseðli samkvæmt ákvörðun

notkunar hlaup 5 mg/g. lyfjanefndar ríkisins.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 44. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, öðlast þegar gildi.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 24. janúar 1996.
Ingibjörg Pálmadóttir.
Davíð Á Gunnarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica