Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

421/1998

Reglugerð um vistun lyfjafræði- og lyfjatæknistúdenta til verklegs náms.

1. gr.

Lyfjafræði- og lyfjatæknistúdentar skulu á námstímanum hljóta minnst sex mánaða verklegt nám í lyfjabúð eða sjúkrahússapóteki.

2. gr.

Lyfjabúðir og sjúkrahússapótek er vista lyfjafræði- og lyfjatæknistúdenta til verklegs náms skulu í samræmi við 25. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, semja við Háskóla Íslands eða aðra viðurkennda menntastofnun á sviði lyfjafræði eða lyfjatækni, um vistun stúdenta. Í samningi milli aðila skal kveðið á um skriflegar vinnureglur um verknámið samanber 46. gr. reglugerðar um lyfsöluleyfi og lyfjabúðir nr. 426/1997.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt heimild í 44. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, tekur mið af tilskipun ráðs Evrópusambandins (85/432/EBE), um samræmingu á ákvæðum er varða ákveða starfsemi á sviði lyfjafræði lyfsala og sett eru með lögum og stjórnsýslufyrirmælum. Reglugerðin öðlast gildi við birtingu en um leið fellur úr gildi reglugerð um vistun lyfjafræðistúdenta til verklegs náms nr. 326/1973.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 1. júlí 1998.

Ingibjörg Pálmadóttir.

Einar Magnússon.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica