Heilbrigðisráðuneyti

1553/2023

Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 221/2001, um bólusetningar á Íslandi.

1. gr.

2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Bólusetningum barna er ætlað að verja börn gegn alvarlegum smitsjúkdómum. Bólusetningar sem sóttvarnalæknir skipuleggur samkvæmt viðauka skulu vera börnum með lögheimili hér á landi þeim að kostnaðarlausu. Greiðsluhlutdeild fyrir aðrar bólusetningar barna skal fylgja lögum og reglu­gerðum um sjúkratryggingar.

 

2. gr.

Við reglugerðina bætist nýr viðauki sem birtur er með reglugerð þessari.

 

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 18. gr., sbr. 17. gr. sóttvarnalaga, nr. 19/1997, öðlast gildi frá og með 1. janúar 2024.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 15. desember 2023.

 

Willum Þór Þórsson.

Ásthildur Knútsdóttir.

 

VIÐAUKI
(sjá fylgiskjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica