Leita
Hreinsa Um leit

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

875/1999

Reglugerð um sameiningu heilbrigðisstofnana

1. gr.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur ákveðið að sameina eftirtaldar heilbrigðisstofnanir:

Heilbrigðisstofnun Austurlands og hjúkrunarheimilið Sundabúð á Vopnafirði undir nafninu Heilbrigðisstofnun Austurlands. Stofnunin skal heyra undir stjórn Heilbrigðisstofnunar Austurlands.

Heilbrigðisstofnunin á Húsavík og heilsugæslustöð Norður-Þingeyjarsýslu undir nafninu Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Ráðherra skipar hinni sameinuðu heilbrigðisstofnun fimm manna stjórn og fer um skipun hennar skv. ákvæðum 3. mgr. 30. gr. laga nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. ml. 2. mgr. 24. gr., sbr. 2. mgr. 12. gr. laga nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu og tekur gildi 1. janúar 2000.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 21. desember 1999.

Ingibjörg Pálmadóttir.

Davíð Á. Gunnarsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica