Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

39/1989

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 504/1986, um menntun, réttindi og skyldur sjúkraflutningamanna. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði til bráðabirgða orðist svo:

Þeir sem voru í starfi við sjúkraflutninga við gildistöku reglugerðarinnar, en uppfylltu ekki skilyrði 2. og 3. gr., eiga að fengnum meðmælum landlæknis, rétt á tímabundnu starfsleyfi út árið 1991.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 2. gr. laga nr. 24/1985, um starfsheiti og starfsréttindi heilbrigðisstétta, sbr. og 34. gr. laga nr. 59/1983, um heilbrigðisþjónustu, öðlast gildi við birtingu.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 24. janúar 1989.

 

Guðmundur Bjarnason.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica