Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

239/1993

Reglugerð um hækkun tekjumarks skv. 11. og 12. gr. laga nr. 67/1971 um almannatryggingar með síðari breytingum. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um hækkun tekjumarks skv. 11. og 12. gr. laga nr. 67/1971

um almannatryggingar með síðari breytingum.

1. gr.

Ellilífeyri (grunnlífeyri) skal skerða í samræmi við ákvæði 11. gr. laga um almannatryggingar nr. 67/1971 með síðari breytingum ef árstekjur einstaklinga eða hjóna hvors um sig eru hærri en kr. 868 729 eða kr. 72 394 á mánuði.

2. gr.

Örorkulífeyri (grunnlífeyri) skal skerða í samræmi við ákvæði 12., sbr. 11. gr. laga um almannatryggingar nr. 67/1971 með síðari breytingum ef árstekjur einstaklinga eða hjóna hvors um sig eru hærri en kr. 887 058 eða kr. 73 921 á mánuði.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 79. gr. laga um almannatryggingar nr. 67/1971 með síðari breytingum eins og henni var breytt með 24. gr. laga nr. 1/1992 um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1992, öðlast gildi 1. júlí 1993.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 7. júní 1993.

Sighvatur Björgvinsson.

Páll Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica