Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

142/1977

Reglugerð um heilsugæslu og félagslega aðstoð við andlega vanþroska fólk, sem ekki dvelst á fávitastofnunum - Brottfallin

REGLUGERÐ

um heilsugæslu og félagslega aðstoð við andlega vanþroska fólk, sem

ekki dvelst í fávitastofnunum.

 

1. gr.

       Vangefið fólk, sem ekki er vistað í fávitastofnunum, skal njóta aðstoðar, er miðar að því að gera því fært að búa í heimahúsum, hvort heldur er hjá foreldrum, ættingjum, eða öðrum, sem taka að sér umönnun þess.

 

2. gr.

       Við Kópavogshælið skal reka göngudeild, er hefur með höndum umsjón og skipulagningu þessarar þjónustu.

       Göngudeild Kópavogshælis getur falið öðrum þeim stofnunum þjóðfélagsins, er aðstöðu hafa hver á sínu sviði, framkvæmd. Þær stofnanir geta verið heilsugæslustöðvar, geðverndarstöðvar, sálfræðideildir skóla, æfingastöðvar fyrir fatlaða, heimilishjálp, leikskólar, félagsmálastofnanir og endurhæfingarstöðvar.

 

3. gr.

       Sérstaka skrá skal halda yfir alla vangefna bæði þá, sem eru í heimahúsum og; stofnunum og færa á hana alla örvita, fávita og vanvita. Skrá má annað vanþroska fólk ef óskað er aðstoðar fyrir það samkvæmt reglugerð þessari.

       Skráning vangefinna skal vera á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins.

       Göngudeild Kópavogshælis skal sjá um skráningu og þar skal varðveisla spjaldskrár vera. Við deildina skal starfa sálfræðingur, er annast skráningu og athuganir og mælingar á stigi og eðli vanþroskans.

 

4. gr.

       Um fræðslu vangefinna fer að lögum um grunnskóla nr. 63/1974 og; reglugerð um sérkennslu.

       Við upphaf fræðsluskyldu skulu sálfræðideildir skóla fá afrit af spjaldskrá umdæmis síns vegna vangefinna, er þurfa sérkennslu. Þær annast endurathuganir vangefinna eftir því sem nauðsyn krefur til þess að fylgjast með þroskabreytingum og meta námshæfni meðan fræðsluskylda varir.

 

5. gr.

       Þessir eru aðalþættir félagslegrar aðstoðar og heilsugæslu:

1.    Rannsókn, hæfileikalsönnun og önnur tiltæk greining á stigi og eðli vanþroskans ásamt skráningu (sbr. 3. gr.).

2.    Sérfræðileg læknisþjónusta.

3.    Tannlækningar.

4.    Geðvernd. Viðtöl vegna vandkvæða hins vangefna og ýmiss konar vanda.

5.    Sjúkraþjálfun.

6.    Heimahjúkrun. Leiðbeining til foreldra og annarra, er annast vangefna, um uppeldi, þjálfun og hjúkrun þeirra í heimahúsum.

7.    Leikkennsla fyrir börn, leiðsögn í tómstundaiðju og iðjulækningum fyrir fullorðna. Þetta skal veitt í leikskólum, vernduðum vinnustöðum, endurhæfingarstofnunum og tómstundaheimilum ettir því, sem við verður komið.

8.    Vinnumiðlun. Hún skal veitt á vegum vinnumiðlunar endurhæfingarráðs eins og öðrum öryrkjum.

9.    Heimilishjálp til að aðstoða forsjármenn og koma í þeirra stað, þegar nauðsyn krefur. Hún skal tengd heimilishjálp sveitarfélaga.

10.  Tímabundin vistun í stofnunum fyrir vangefna í forföllum forsjármanns. Fávitastofnunum, er njóta daggjalda frá ríkinu, er skylt að mæta þessari þörf eftir því sem unnt er.

 

6. gr.

       Um beina fjárhagsaðstoð við vangefna í heimahúsum fer að ákvæðum tryggingalaga, örorkumati tryggingayfirlæknis og reglum Tryggingastofnunar ríkisins um bætur.

 

            Reglugerð þessi er sett samkvæmt 14. gr. laga nr. 53/1967 um fávitastofnanir og tekur þegar gildi.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 28. febrúar 1977.

 

Matthías Bjarnason.

Páll Sigurðsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica