Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

411/1973

Reglugerð um landlækni og landlæknisembættið - Brottfallin

REGLUGERÐ

um landlækni og landlæknisembættið

I. KAFLI

Skipun og frumverkefni.

1. gr.

1. Forseti skipar landlækni. Hann skal vera sérmenntaður embættislæknir eða hafa ,jafngilda menntun til starfsins.

2. Nefnd, sent skipuð er samkvæmt 33. gr. laga nr. 56 1973, skal meta hæfni umsækjenda um stöðu landlæknis. Heimilt er að skipa hvern þann umsækjanda til embættisins, sem hæfur er talinn af nefnd þessari.

2. gr.

1. Landlæknir skal vera ráðunautur ráðherra og ríkisstjórnar um allt, er varðar heilbrigðismál. Heimilt er að fela honum framkvæmd tiltekinna málaflokka samkvæmt lögum, reglum og venjum, er þar um gilda.

3. gr.

1. Auk landlæknis starfar við embættið sérmenntaður læknir, sem vera skal landlækni til aðstoðar, aðstoðarlandlæknir. Einnig starfar við embættið sérhæft starfslið, fulltrúar og ritarar eftir nánari ákvörðun ráðherra.

II. KAFLI

Störf landlæknis.

4. gr.

I. Landlæknir veitir landlæknisembættinu forstöðu.

2. Landlæknir annast faglegt eftirlit með öllum heilbrigðisstofnunum og heilbrigðisstéttum.

3. Landlæknir hefur á hendi faglegt eftirlit með starfi og starfsaðstöðu heilbrigðisstétta, jafnt þeirra, sem starfa á heilbrigðisstofnunum og annarra.

4. Landlæknir skal sinna kvörtunum eða kærum, er varða samskipti almennings og heilbrigðisstétta.

5. Landlæknir skipuleggur skýrslugerðir héraðslækna, annarra heilbrigðisstarfsmanna og heilbrigðisstofnana, innheimtir fyrirskipaðar skýrslur frá þessum aðilum og annast útgáfu heilbrigðisskýrslna landsins í samvinnu við viðkomandi deildir ráðuneytisins. Landlæknir skal sjá um árlega útgáfu á læknaskrá.

6. Landlæknir kynnir sér frumvörp til laga, sem snerta heilbrigðismálefni og gefur umsagnir um þau þegar þess er óskað eða honum þykir ástæða til.

7. Landlæknir fjallar um veitingu lána og styrkja til heilbrigðisstétta og heilbrigðisstofnana, eflir þeim lögum og reglugerðum, sem þar um gilda á hverjum tíma.

8. Landlæknir heldur skrár yfir heilbrigðisstofnanir og heilbrigðisstéttir eftir því sem lög og reglugerðir segja fyrir um.

9. Landlæknir leitast við að fá lækna til þess að gegna störfum á þeim stöðum, sem erfitt hefur reynst að halda uppi læknisþjónustu.

III. KAFLI

Eftirlit með heilbrigðisstofnunum og heilbrigðisstéttum.

5. gr.

1. Landlæknir fjallar um veitingu lækningaleyfa og annarra starfsleyfa heilbrigðisstétta eftir þeim lögum og reglugerðum, sem þar um gilda á hverjum tíma.

2. Landlæknir fjallar um rekstursleyfi heilbrigðisstofnana samkvæmt þeim lögum og reglugerðum, er þar um gilda á hverjum tíma.

3. Landlæknir fjallar um sviptingu lækningaleyfa og annarra starfsleyfa heilbrigðisstétta svo og rekstursleyfa heilbrigðisstofnana eftir þeim lögum og reglugerðum, er þar um gilda hverju sinni.

4. Landllæknir heldur uppi eftirliti með lækningastarfsemi allri, m. a. í því skyni að sporna við skottulækningum og annarri ólögmætri lækningastarfsemi.

IV. KAFLI

Eftirlit með lyfjanotkun.

6. gr.

1. Landlæknir hefur læknisfræðilegt eftirlit með lyfjum og lyfsölu.

2. Landlæknir hefur eftirlit með ávísunum lækna á á vana- og fíknilyf og skal hann leita skýringar, telji hann að um óhæfilegar ávísanir sé að ræða.

3. Telji landlæknir ástæðu til að framkvæma eftirlit eða athugun á lyfjamálum, þ á beinir hann tilmælum til Lyfjaeftirlits ríkisins um framkvæmd eftirlits eða athugunar.

V. KAFLI

Umsjón heilbrigðiseftirlits.

7. gr.

1. Landlæknir annast stjórn Heilbrigðiseftirlits ríkisins.

2. Landlæknir veitir umsagnir og gerir tillögur um heilbrigðisreglugerðir.

3. Telji landlæknir nauðsyn á heilbrigðisráðstöfunum, sent varða almenningsheill, en hlutaðeigandi heildbrigðisnefnd fæst ekki til að láta málið til sín taka eða gengur ekki nægilega ríkt eftir framkvæmdum, þá skal hann gera tillögur til ráðherra um framkvæmd ráðstöfunar. Í slíkum t tilvikum skal landlæknir ætíð ráðgast við Heilbrigðiseftirlit ríkisins.

4. Landlækni ber að skera úr ágreiningi, er rísa kann á milli heilbrigðisnefnda og annarra aðila, sem með sérstökum lögum hefur verið falið að hafa eftirlit með stofnunum eða starfrækslu, sent lög um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit taka til.

VI. KAFLI

Sóttvarnaeftirlit.

8. gr.

1. Landlæknir sér um að embættislæknar sinni opinberum farsóttavörnum.

2. Landlæknir skal fylgjast með sóttarfari erlendis og gefa út leiðbeiningar til fólks vegna ferða erlendis, telji hann þess þörf.

3. Landlæknir gerir tillögur til ráðherra, telji hann að beita þurfi sóttvarnarráðstöfunum, í því skyni að hindra það, að sóttir berist til landsins eða héðan til annarra landa.

4. Landlæknir skal vera sóttvarnanefndum landsins til ráðuneytis um framkvæmd ráðstafana gegn því að næmar sóttir berist til landsins.

5. Landlæknir gefur út leiðbeiningar til lækna og heilsugæslustöðva um framkvæmd ónæmisaðgerða.

6. Landlæknir lætur læknum og heilsugæslustöðvum í té sérstakar skírteinisbækur, ónæmisskírteini.

7. Landlæknir skal sjá um að tiltæk séu í landinu ónæmisskírteini AIþjóðaheilbrigðisntálastofnunarinnar.

8. Sóttvarnasjóður skal vera í vörslu landlæknis, en undir yfirstjórn ráðherra og eru allar greiðslur úr sjóðnum háðar samþykki ráðherra.

VII. KAFLI

Önnur störf samkvæmt lögum og reglugerðum.

9. gr.

1. Landlæknir á sæti í Almannavarnaráði og fer með stjórn þeirra þátta almannavarna, er varða sjúkrahúsmál, læknismeðferð og hjúkrun á sjúkum og særðum, eftir nánari fyrirmælum ráðherra.

2. Landlæknir er formaður læknaráðs.

3. Landlæknir er formaður Manneldisráðs.

4. Landlæknir er formaður stjórnar Hjúkrunarskóla Íslands.

5. Landlæknir semur reglur og leiðbeiningar um réttarlæknisskoðanir á líkum, um líkskurði og sérstök dánarvottorð fyrir há, er deyja voveiflega.

6. Landlæknir er formaður Heilbrigðisráðs Íslands.

7. Landlæknir er formaður nefndar, er metur hæfni umsækjenda um stöðu landlæknis, stöður yfirlækna, sérfræðinga, héraðslækna, og lækna heilsugæslustöðva.

8. Landlæknir skal í samvinnu við ráðuneytið, Háskóla Íslands, menntamálaráðuneytið og hin ýmsu stéttasamtök heilbrigðisstarfsmanna, eftir því sem við á, stuðla að aukinni þekkingu og endurbótum á grunn- og framhaldsmenntun heilbrigðisstarfsmanna, í samræmi við þarfir landsmanna á hverjum líma. Sama gildir og um viðhaldsmenntun.

9. Landlæknir skal ásamt ráðuneytinu hafa forgöngu um samvinnu þeirra aðila innanlands, sem starfa að heilbrigðismálum, og í samráði við utanríkisráðuneytið um eflingu samstarfs á sviði þessara mála við Norðurlandaþjóðir, Evrópu og á alþjóðavettvangi.

10. Landlæknir er til ráðuneytis um, hvernig best og öruggast verði séð um, að læknar komist frá heilsugæslustöðvum til móttökustaða innan starfssvæðis, svo og um almennt sjúkraflug og neyðarþjónustu.

ll. Landlæknir skal gefa umsögn um áætlun ráðherra um heilbrigðisstofnanir samkvæmt lögum nr. 56 frá 1973.

VIII. KAFLI

Gildistaka.

10. gr.

1. Reglugerð þessi er sett með stoð í 3. gr. 3. tl. laga nr. 56 frá 1973 um heilbrigðisþjónustu og öðlast gildi 1. janúar 1974.

Heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytið, 28. desember 1973.

Magnús Kjartansson.

Páll Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica