Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

273/1991

Reglugerð um tannverndarsjóð. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um tannverndarsjóð.

1. gr.

Hlutverk sjóðsins er að greiða kostnað við fyrirbyggjandi aðgerðir á sviði tannheilsumála svo sem fræðslu um tannhirðu og tannvernd. Sjóðurinn er í vörslu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins.

2. gr. Árlega skal leggja sjóðnum til fé á fjárlögum.

3. gr.

Heilbrigðisráðuneytið hefur yfirstjórn á starfsemi sjóðsins. Tannheilsudeild ráðuneytisins gerir tillögur til ráðherra um fræðslu- og tannverndaraðgerðir á vegum sjóðsins og hefur um það samráð við tannlæknadeild Háskóla Íslands og Tannlæknafélag Íslands.

Fulltrúar fyrrnefndra aðila mynda tannverndarráð, og er yfirtannlæknir ráðuneytisins formaður þess.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. heimild í 43. gr. laga nr. 67/1971 með síðari breytingum og tekur gildi þegar í stað. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 502/1986 með sama heiti.

Ákvæði til bráðabirgða.

Á árinu 1991 skal framlag til sjóðsins skv. 2. gr. nema allt að kr. 10 000 000,00.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 6. júní 1991.

Sighvatur Björgvinsson.

Ingimar Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica