Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

127/2000

Reglugerð um sameiningu heilbrigðisstofnana.

1. gr.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur ákveðið að sameina Ríkisspítala og Sjúkrahús Reykjavíkur undir nafninu Landspítali, háskólasjúkrahús.

2. gr.

Stjórnarnefnd ríkisspítala sem skipuð er samkvæmt 1. málsgrein 30. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990 skal vera stjórn hins sameinaða sjúkrahúss.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. málsl. 2. málsgr. 24. gr. laga nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu og öðlast þegar gildi.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 2. mars 2000.

Ingibjörg Pálmadóttir.

Guðríður Þorsteinsdóttir.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica