Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

396/1994

Reglugerð um (19.) breytingu á reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja, afgreiðslu þeirra og merkingu nr.421/1988. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um (19.) breytingu á reglugerð um gerð lyfseðla

og ávísun lyfja, afgreiðslu þeirra og merkingu nr. 421/1988.

1 . gr.

Í viðauka 4 skal bæta við eftirfarandi ákvæði um áletrun lyfja, sem innihalda Loperamidum við fyrri texta undir fyrirsögninni varúð:

"Þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að taka lyfið nema í samráði við lækni."

2. gr.

Eftirfarandi skal bætt við viðauka 4 við reglugerðina:

Efni

Hámarksmagn
og/eða
takmarkanir

Dæmi um lyf og
lyfjaform, er
selja má án
lyfseðils

Áletrun og/eða upplýsingar
á fylgiseðli, sem afhenda
skal með lyfinu.

Cimetidinum

Lyfjaform
í afmældum
skömmtum.
Einstakur skammtur
mest 200 mg.
Mest 50 stk. handa
einstaklingi.

CÍMETIDÍN,
töflur.

Lyf við maga- og skeifugarnarsári
og fyrirbyggjandi gegn slíkum
sárum.
Skammtar handa fullorðnum:
4 töflur fyrir svefn eða 2 töflur
tvisvar á dag. Meðferð skal standa
í a.m.k. 4 vikur, þótt einkenni hverfi
fyrr.
Fyrirbyggjandi meðferð: 2 töflur
fyrir svefn.
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Varúð: Barnshafandi konur og
konur með barn á brjósti eiga ekki
að nota lyfið nema að læknisráði.

Famotidinum

Lyfjaform
í afmældum
skömmtum.
Einstakur skammtur
mest 20 mg.
Mest 30 stk. handa
einstaklingi.

FAMEX,
töflur.

Lyf við maga- og skeifugarnarsári
og fyrirbyggjandi gegn slíkum
sárum.
Skammtar handa fullorðnum:
1 tafla tvisvar á dag eða 2 töflur
fyrir svefn.
Fyrirbyggjandi meðferð: Ein tafla
fyrir svefn.
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Varúð: Barnshafandi konur og
konur með barn á brjósti eiga ekki
að nota lyfið nema að læknisráði.

Ranitidinum

Lyfjaform
í afmældum
skömmtum.
Einstakur
skammtur
mest 150 mg.
Mest 50 stk. handa
einstaklingi,

ASÝRAN,
töflur,
GASTRAN,
töflur,
RANEX,
töflur.

Lyf við maga- og skeifugarnarsári
og fyrirbyggjandi gegn slíkum
sárum.
Skammtar handa fullorðnum:
2 töflur fyrir svefn eða 1 tafla
tvisvar á dag. Meðferð skal standa
í a.m.k. 4 vikur, þótt einkenni hverfi
fyrr.
Fyrirbyggjandi meðferð: 1 tafla
fyrir svefn.
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Varúð: Barnshafandi konur og
konur með barn á brjósti eiga ekki
að nota lyfið nema að læknisráði.

Sucralfatum

Lyfjaform
í afmældum
skömmtum.
Einstakur skammtur
mest 1 g.

MÚKAL,
töflur 500 mg.

Lyf við maga- og skeifugarnarsári
og fyrirbyggjandi gegn slíkum
sárum.
Skammtar handa fullorðnum:
4 töflur á morgnana og fyrir svefn
eða 2 töflur 3-4 sinnum á dag,
1 klst. fyrir mat og fyrir svefn.
Meðferð skal standa í 4-6 vikur.
Fyrirbyggjandi meðferð: 2 töflur
tvisvar á dag.
Athugið: Ef sýrubindandi lyf eru
einnig notuð, verður að taka þau
inn minnst 1/2 klst. fyrir eða eftir
töku þessa lyfs.
Varúð: Sjúklingar með nýrnabilun
eiga ekki að nota lyfið.

 

 

ANTEPSIN,
töflur 1 g,
MÚKAL,
töflur.

Lyf við maga- og skeifugarnarsári
og fyrirbyggjandi gegn slíkum
sárum.
Skammtar handa fullorðnum:
2 töflur á morgnana og fyrir svefn
eða 1 tafla 3-4 sinnum á dag,
1 klst. fyrir mat og fyrir svefn.
Meðferð skal standa í 4-6 vikur.
Fyrirbyggjandi meðferð: 1 tafla
tvisvar á dag.
Athugið: Ef sýrubindandi lyf eru
einnig notuð, verður að taka þau
inn minnst 1/2 klst. fyrir eða eftir
töku þessa lyfs.
Varúð: Sjúklingar með nýrnabilun
eiga ekki að nota lyfið.

 

Mixtúrur

ANTEPSIN,
mixtúra
200 mg/ml

Lyf gegn maga- og skeifugarnarsári
og fyrirbyggjandi gegn slíkum
sárum.
Skammtar handa fullorðnum:
10 ml (= 2 g) á morgnana og fyrir
svefn eða 5 ml (=1 g) 3-4 sinnum
á dag, 1 klst. fyrir mat og fyrir
svefn. Meðferð skal standa í
4-6 vikur.
Fyrirbyggjandi meðferð: 5 ml (=1 g)
tvisvar á dag.
Athugið: Ef sýrubindandi lyf eru
einnig notuð, verður að taka þau
inn minnst 1/2 klst. fyrir eða eftir
töku þessa lyfs.
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Varúð: Sjúklingar með nýrnabilun
eiga ekki að nota lyfið.

Terbina-
finum

Lyfjaform
til útvortis
notkunar.
Ekki yfir
10 mg/g ( 1 %).
Mest 15 g
(=150 mg virkt
efni) handa
einstaklingi.

LAMISIL,
krem.

Samkvæmt ákvörðun ráðuneytis
við skráningu lyfsins.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 16. og 17. gr. lyfjalaga nr. 108/1984, öðlast gildi 1. júlí 1994.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 30. júní 1994.

F.h.r.

Páll Sigurðsson.

Einar Magnússon.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica