Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

547/1982

Reglugerð fyrir Ljósmæðraskóla Íslands - Brottfallin

REGLUGERÐ

fyrir Ljósmæðraskóla Íslands.

I.KAFLI

Markmið og stjórn skólans.

1. gr.

Skólinn heitir Ljósmæðraskóli Íslands og starfar undir stjórn heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins.

2. gr.

Markmið skólans er að veita nemendum sínum menntun til þess að gegna ljósmóðurstörfum, og skal sú menntun samsvara þörfum þjóðfélagsins hverju sinni.

3. gr.

Skólastjóri ræður kennara að skólanum og stjórnar daglegri starfsemi hans ásamt yfirkennara.

Við skólann skal starfa ráðgefandi námsnefnd skipuð tveimur kennurum og tveimur nemendum skólans. Námsnefnd skal fjalla um námsefni kennslugreina, námsskipan og kennslufyrirkomulag.

II. KAFLI

Inntaka nemenda.

4. gr.

Umsækjandi skal uppfylla þau skilyrði sem heilbrigðismálaráðherra ákveður að fengnum tillögum skólanefndar.

Umsóknir um skólavist skal senda skólastjóra, og úrskurðar hann um þær ásamt fastráðnum kennurum skólans.

Umsókn skal fylgja:

  1. Staðfest afrit af prófskírteini.
  2. Læknisvottorð.

III. KAFLI

Námstími, námsefni, próf og einkunnir.

5. gr.

Námstími skólans er tvö skólaár.

Aðalnámsgreinar eru: Fæðingarfræði og fæðingarhjúkrun, barnalæknisfræði og hjúkrun, líffræðafræði, fósturfræði, lífeðlisfræði, erfðafræði, heilsugæsla, sálarfræði, félagsráðgjöf og heilbrigðislöggjöf.

Verkleg kennsla fer fram í fæðingarstofnunum og heilsugæslustöðvum.

Prófeinkunnir skulu gefnar í heilum og hálfum tölum frá 0 og upp í 10. Til þess að standast próf þarf einkunnina 5. Standist nemandi ekki próf, má hann endurtaka það síðar. Ekki má hann þó endurtaka próf oftar en einu sinni nema með samþykki skólastjóra.

Ráðuneytið skipar, prófdómara, að fengnum tillögum skólastjóra, þegar tekin eru munnleg próf.

IV. KAFLI

Prófskírteini, starfsheiti og löggilding.

6. gr.

Að loknu námi skal nemandi hljóta prófskírteini frá skólanum.

7. gr.

Rétt til þess að kalla sig ljósmóður og starfa sem slík hér á landi hefur sá aðili einn, er lokið hefur prófi frá Ljósmæðraskóla Íslands eða hliðstæðu prófi og hlotið löggildingu heilbrigðismálaráðherra.

V. KAFLI

Um rekstur skólans.

8. gr.

Kostnaður við rekstur Ljósmæðraskóla Íslands skal greiddur úr ríkissjóði.

VI. KAFLI

9. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum um Ljósmæðraskóla Íslands nr. 35/1964 og öðlast þegar gildi.

Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 82/1932.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 24. ágúst 1982.

Svavar Gestsson.

Jón Ingimarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica