Leita
Hreinsa Um leit

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

317/1991

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 62/1984, um bann við áfengisauglýsingum.

1. gr.

2. mgr. 2. gr. orðist svo:

Ákvæðið tekur með sama hætti til auglýsinga sem eingöngu fela í sér firmanafn og/eða firmamerki áfengisframleiðanda. Þó er framleiðanda, sem auk áfengis framleiðir aðrar drykkjarvörur heimilt að nota firmanafn eða merki í tengslum við auglýsingu þeirra drykkja enda skal tekið fram með áberandi hætti að um óáfenga drykki sé að ræða í skilningi áfengislaga og ekki sé vísað til hinnar áfengu framleiðslu. Skal letur sem vísar til hins óáfenga drykkjar ekki vera minna áberandi en letur firmanafnsins og/eða firmamerkisins.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er skv. 5. mgr. 16. gr. áfengislaga nr. 82/1969, öðlast þegar gildi við birtingu.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 26. júní 1991.

Sighvatur Björgvinsson.

Páll Sigurðsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica