Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

379/1999

Reglugerð um örorkumat.

1. gr.

Þeir sem metnir eru til a.m.k. 75% örorku til langframa vegna afleiðinga læknisfræðilega viðurkenndra sjúkdóma eða fötlunar eiga rétt á örorkulífeyri, að öðrum skilyrðum uppfylltum. Heimilt er að greiða þeim sem metnir eru til 50-74% örorku örorkustyrk, að öðrum skilyrðum uppfylltum. Um önnur réttindi tengd örorku er nánar kveðið á í lögum nr. 117/1993, um almannatryggingar, og lögum nr. 118/1993, um félagslega aðstoð.

2. gr.

Tryggingayfirlæknir metur örorku þeirra sem sækja um örorkubætur frá Tryggingastofnun ríkisins samkvæmt staðli sem byggður er á læknisfræðilega viðurkenndum sjúkdómum eða fötlun, sjá fylgiskjal 1.

Tryggingayfirlækni er heimilt að setja það skilyrði að umsækjandi gangist undir sérhæft mat á möguleikum til endurhæfingar og viðeigandi endurhæfingu, áður en til örorkumats kemur, sbr. 8. gr. laga nr. 118/1993 um félagslega aðstoð.

3. gr.

Þegar umsókn um örorkulífeyri og fullnægjandi læknisvottorð hefur borist Tryggingastofnun ríkisins sendir stofnunin umsækjanda að jafnaði staðlaðan spurningalista. Örorkumat er unnið á grundvelli svara umsækjanda, læknisvottorðs og ef þurfa þykir læknisskoðunar hjá tryggingayfirlækni og öðrum gögnum sem tryggingayfirlæknir telur nauðsynlegt að afla.

4. gr.

Heimilt er að meta umsækjanda a.m.k. 75% öryrkja án þess að byggja á staðli, sbr. fylgiskjal 1, ef tryggingayfirlæknir telur sýnt af læknisvottorði eða öðrum gögnum að umsækjandi hafi hlotið örorku til langframa vegna læknisfræðilega viðurkenndra sjúkdóma eða fötlunar eða muni sannanlega hljóta slíka örorku.

5. gr.

Tryggingastofnun ríkisins gefur út örorkuskírteini til þeirra sem metnir eru a.m.k. 75% öryrkjar.

6. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í b. lið 1. gr. laga nr. 62/1999, um breytingar á lögum um almannatryggingar nr. 117/1993, með síðari breytingum, og 66. gr. laga um almannatryggingar nr. 117/1993, með síðari breytingum, og öðlast gildi 1. september 1999.

Ákvæði til bráðabirgða.

Ákvæði reglugerðar þessarar gilda um þá einstaklinga sem metnir eru til örorku í fyrsta sinn eftir gildistöku reglugerðarinnar en ekki um þá sem metnir höfðu verið til örorku samkvæmt ákvæðum eldri laga, nema þeir sæki sérstaklega um það.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 25. maí 1999.

Ingibjörg Pálmadóttir.

Jón Sæmundur Sigurjónsson.

 

Fylgiskjal 1.

Staðall.

Fyrri hluti staðalsins fjallar um líkamlega færni og þarf að fá 15 stig samanlagt til að teljast a.m.k. 75% öryrki. Í þeim hluta eru 14 þættir. Gefin eru stig fyrir eitt atriði í hverjum þætti og þau síðan lögð saman. Þó eru ekki gefin stig bæði fyrir þættina _að ganga á jafnsléttu" og ,,að ganga í stiga", heldur er valinn sá þáttur sem gefur fleiri stig.

Síðari hluti staðalsins lýtur að andlegri færni. Þar leggjast öll stig saman og þarf 10 stig til að teljast a.m.k. 75% öryrki.

Nái umsækjandi ekki tilskildum stigafjölda í öðrum hluta staðalsins, getur hann samt verið metinn a.m.k. 75% öryrki, nái hann a.m.k. 6 stigum í hvorum hluta staðalsins.

Fyrri hluti. Líkamleg færni.

Að ganga á jafnsléttu.

a)

getur ekki gengið

15

b

getur ekki gengið nema fáein skref án þess að nema staðar eða fá veruleg óþægindi

15

c)

getur ekki gengið nema 50 metra án þess að nema staðar eða fá veruleg óþægindi

15

d)

getur ekki gengið nema 200 metra án þess að nema staðar eða fá veruleg óþægindi

7

e)

getur ekki gengið nema 400 metra án þess að nema staðar eða fá veruleg óþægindi

3

f)

getur ekki gengið nema 800 metra án þess að nema staðar eða fá veruleg óþægindi

0

g)

engin vandamál við gang

0

Að ganga í stiga.

a)

getur ekki gengið upp og niður eitt þrep

15

b)

getur ekki gengið upp og niður milli hæða

15

c)

getur ekki gengið upp og niður milli hæða án þess að halda sér og hvíla sig

7

d)

getur ekki gengið upp og niður milli hæða án þess að halda sér

3

e)

getur eingöngu gengið upp og niður milli hæða með því að

 

 

ganga út á hlið eða taka eitt þrep í einu

3

f)

getur gengið upp og niður stiga án vandræða

0

Að sitja á stól.

a)

getur ekki setið (án óþæginda)

15

b)

getur ekki setið (án óþæginda) 10 mínútur

15

c)

getur ekki setið (án óþæginda) nema 30 mínútur

7

d)

getur ekki setið meira en 1 klst.

3

e)

getur ekki setið meira en 2 klst.

0

f)

engin vandamál með að sitja

0

Að standa.

a)

getur ekki staðið óstuddur

15

b)

getur ekki staðið nema eina mínútu án þess að setjast

15

c)

getur ekki staðið nema 10 mínútur án þess að setjast

15

d)

getur ekki staðið nema 30 mínútur án þess að setjast

7

e)

getur ekki staðið nema 10 mínútur án þess að ganga um

7

f)

getur ekki staðið nema 30 mínútur án þess að ganga um

3

g)

engin vandamál við stöður

0

Að rísa á fætur.

a)

getur ekki staðið upp af stól

15

b)

getur ekki staðið upp af stól án þess að styðja sig við eitthvað

7

c)

getur stundum ekki staðið upp af stól án þess að styðja sig við

 

 

eitthvað

3

d)

enginn vandi að standa upp af stól

0

Að beygja og krjúpa.

a)

getur ekki beygt sig til að snerta hnén og rétt sig upp aftur

15

b)

getur ekki beygt sig eða kropið til að taka pappírsblað upp af

 

 

gólfinu og rétt sig upp aftur

15

c)

getur stundum ekki beygt sig eða kropið til að taka pappírsblað upp af gólfinu og rétt sig upp aftur

3

d)

beygir sig og krýpur án vandkvæða

0

Að nota hendurnar.

a)

getur með hvorugri hendi flett blaðsíðum í bók

15

b)

getur með hvorugri hendi skrúfað frá krana eða snúið rofa á eldavél

15

c)

getur með hvorugri hendi tekið upp smámynt (eða tölur)

15

d)

getur ekki notað penna eða blýant

15

e)

getur ekki hnýtt slaufu á reimar eða band

10

f)

getur ekki skrúfað frá krana eða snúið rofa á eldavél með hvorri hendinni sem er

6

g)

getur ekki tekið upp smámynt (eða tölur) með hvorri hendinni sem er

6

h)

engin vandamál með að nota hendurnar

0

Að lyfta og bera.

a)

getur með hvorugri hendi tekið upp bók (kilju)

15

b)

getur með hvorugri hendi tekið upp og borið 1/2 l fernu

15

c)

getur með hvorugri hendi tekið upp og hellt úr fullum skaftpotti eða katli sem tekur 1,5 l

15

d)

getur með hvorugri hendi tekið upp og borið 2 kg poka af kartöflum

8

e)

getur ekki tekið upp og borið 1/2 l fernu með hvorri hendi sem er

6

f)

getur ekki tekið upp og borið 2 kg poka af kartöflum með hvorri hendi sem er

0

g)

engin vandkvæði við að lyfta og bera

0

Að teygja sig.

a)

getur hvorugum handlegg lyft til að setja eitthvað í brjóstvasa

15

b)

getur hvorugum handlegg lyft til að setja á sig hatt

15

c)

getur hvorugan handlegg sett aftur fyrir bak til að fara í kápu eða frakka

15

d)

getur hvorugum handlegg lyft upp fyrir höfuð (til að ná í eitthvað)

15

e)

getur ekki lyft hvorum handlegg sem er til að setja á sig hatt

6

f)

getur ekki lyft hvorum handlegg sem er upp fyrir höfuð

0

g)

getur lyft báðum handleggjum án vandræða

0

Tal.

a)

getur ekki talað

15

b)

fjölskylda og vinir geta ekki skilið tal umsækjanda

15

c)

ókunnugir geta ekki skilið tal umsækjanda

15

d)

ókunnugir eiga mjög erfitt með að skilja tal umsækjanda

10

e)

ókunnugir eiga dálítið erfitt með að skilja tal umsækjanda

8

f)

engir talörðugleikar

0

Heyrn.

a)

heyrir engin hljóð

15

b)

getur ekki fylgst með sjónvarpsþætti þó að hljóðið sé hátt stillt

15

c)

skilur ekki það sem sagt er háum rómi í annars þöglu herbergi

15

d)

skilur ekki það sem sagt er eðlilegum rómi í annars þöglu herbergi

10

e)

skilur ekki það sem sagt er eðlilegum rómi við umferðargötu

8

f)

engin vandkvæði með heyrn

0

Sjón.

a)

greinir ekki ljós frá myrkri

15

b)

greinir ekki útlínur húsgagna

15

c)

getur ekki lesið 16 punkta letur af meira en 20 cm færi

15

d)

þekkir ekki kunningja hinum megin í herbergi

12

e)

þekkir ekki kunningja hinum megin við götu

8

f)

engin vandamál með sjón

0

Stjórn á hægðum og þvagi.

a)

engin stjórn á hægðum

15

b)

engin stjórn á þvagi

15

c)

missir hægðir a.m.k. vikulega

15

d)

missir hægðir a.m.k. mánaðarlega

15

e)

missir hægðir stöku sinnum

9

f)

missir þvag a.m.k. mánaðarlega

3

g)

missir þvag stöku sinnum

0

h)

góð stjórn á þvagi og hægðum

0

Endurtekinn meðvitundarmissir.

a)

ósjálfráður meðvitundarmissir eða breyting á meðvitund a.m.k. daglega

15

b)

ósjálfráður meðvitundarmissir eða breyting á meðvitund a.m.k. vikulega

15

c)

ósjálfráður meðvitundarmissir eða breyting á meðvitund a.m.k. mánaðarlega

15

d)

ósjálfráður meðvitundarmissir eða breyting á meðvitund a.m.k. tvisvar undanfarið hálft ár

12

e)

ósjálfráður meðvitundarmissir eða breyting á meðvitund einu sinni undanfarið hálft ár

8

f)

ósjálfráður meðvitundarmissir eða breyting á meðvitund einu sinni undanfarin þrjú ár

0

g)

enginn meðvitundarmissir

0

Síðari hluti. Andleg færni.

a. Að ljúka verkefnum.

1.

Getur ekki svarað í síma og ábyrgst skilaboð

2

2.

Situr oft tímum saman án þess að gera nokkuð

2

3.

Getur ekki einbeitt sér að því að lesa tímaritsgrein eða hlusta á útvarpsþátt

1

4.

Getur ekki fundið númer í símaskrá

1

5.

Geðrænt ástand kemur í veg fyrir að umsækjandi sinni fyrri áhugamálum

1

6.

Einbeitingarskortur veldur því að umsækjandi tekur ekki eftir - eða gleymir- hættu

 

 

sem getur stafað af heimilistækjum eða öðru í umhverfinu

1

7.

Geðshræring, rugl eða gleymni hefur leitt til hættulegra óhappa á undanförnum þremur mánuðum

1

8.

Þarf stöðuga örvun til að halda einbeitingu

1

b. Daglegt líf.

1.

Þarf hvatningu til að fara á fætur og klæða sig

2

2.

Drekkur áfengi fyrir hádegi

2

3.

Þjáist oft af geðsveiflum einhvern hluta dagsins

1

4.

Er ekki annt um útlit sitt og aðbúnað í lífinu

1

5.

Svefnvandamál hafa áhrif á dagleg störf

1

c. Álagsþol.

1.

Andleg streita átti þátt í að umsækjandi hætti að vinna

2

2.

Oft hræðsla eða felmtur án augljósrar ástæðu

2

3.

Forðast hversdagsleg verkefni á þeim forsendum að þau muni valda of mikilli

þreytu eða álagi

1

4.

Ræður ekki við breytingar á daglegum venjum

1

5.

Finnst oft að svo margt þurfi að gera að það leiðir til uppgjafar vegna þreytu, sinnuleysis eða áhugaleysis

1

6.

Kvíðir því að sjúkleikinn versni við að fara aftur að vinna

1

d. Samskipti við aðra.

1.

Getur ekki séð um sig án aðstoðar annarra

2

2.

Hugaræsing vegna hversdagslegra atburða leiðir til óviðeig-

 

 

andi/truflandi hegðunar

2

3.

Geðræn vandamál valda erfiðleikum í tjáskiptum við aðra

2

4.

Ergir sig yfir því, sem ekki hefði angrað fyrir veikindin

1

5.

Kýs einveru sex tíma á dag eða lengur

1

6.

Hræðist að fara út án fylgdar

1

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica