Heilbrigðisráðuneyti

49/2020

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 541/2002 um endurgreiðslu slysatrygginga á nauðsynlegum kostnaði vegna sjúkrahjálpar.

1. gr.

Við 5. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein er orðast svo:

Slysatryggingar greiða að fullu kostnað við nauðsynlega sjúkraþjálfun hins slasaða vegna slyss­ins hjá sjúkraþjálfurum sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands, samkvæmt reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands, nr. 1364/2019, og gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands vegna þjónustu sjúkraþjálfara sem ekki hefur verið samið um, nr. 6/2020.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 23. gr. laga nr. 45/2015, um slysatryggingar almanna­trygginga, felur í sér ívilnandi réttindi og gildir afturvirkt frá 12. janúar 2020.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 27. janúar 2020.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Guðrún Sigurjónsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica