Velferðarráðuneyti

482/2018

Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 441/2006 um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs.

1. gr.

Við 2. mgr. 29. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður sem orðast svo:

  h) Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1214 frá 25. júlí 2016 um breytingu á tilskipun 2005/62/EB að því er varðar staðla og forskriftir fyrir gæðakerfi blóðþjón­ustu­stofnana, eins og henni er breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 25/2017. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 17, 16. mars 2017, bls. 323-324.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 3. og 50. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, með síðari breytingum, og 37. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 2. maí 2018.

Svandís Svavarsdóttir
heilbrigðisráðherra.

Áslaug Einarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica