Velferðarráðuneyti

904/2013

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 221/2001, um bólusetningar á Íslandi.

1. gr.

Við 2. gr. bætast þrír nýir töluliður sem orðast svo:

  1. meningókokkasjúkdómi C
  2. pneumókokkasjúkdómi
  3. leghálskrabbameini af völdum HPV

2. gr.

Ákvæði 3. gr. orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Bólusetningar fullorðinna.

Bólusetningum fullorðinna er ætlað að viðhalda endingu barnabólusetninga eða bæta slíka bólusetningu hafi hún ekki verið gerð á barnsaldri. Skal fullorðnum gefinn kostur á bólusetningum gegn eftirtöldum sjúkdómum:

  1. Stífkrampa
  2. barnaveiki
  3. kikhósta
  4. lömunarveiki.

Öllum sem eru í sérstökum áhættuhópum, og sóttvarnalæknir tilgreinir, skal gefinn kostur á bólusetningum gegn pneumókokkasýkingum.

Öllum sem eru í sérstökum áhættuhópum, og sóttvarnalæknir tilgreinir, skal gefinn kostur á bólusetningum gegn árstíðabundinni inflúensu og er bóluefni þeim að kostn­aðar­lausu.

Greiðsluhlutdeild fullorðinna samkvæmt 1. og 2. mgr. skal fylgja lögum og reglugerðum um sjúkratryggingar.

3. gr.

2. málsliður 10. gr. orðast svo:

Senda skal sóttvarnalækni tilkynningar um hver var bólusettur, með hvaða bóluefni og hvenær, samkvæmt ákvörðun sóttvarnalæknis.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 18. gr., sbr. 17. gr., sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breytingu, öðlast þegar gildi.

 

Velferðarráðuneytinu, 24. september 2013.

Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra.

Vilborg Ingólfsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica