Velferðarráðuneyti

76/2011

Reglugerð um sameiningu St. Jósefsspítala og Landspítala.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á St. Jósefsspítala, Sólvangi frá og með 1. febrúar 2011:

  1. St. Jósefsspítali, Sólvangur skiptist í annars vegar St. Jósefsspítala og hins vegar Sólvang.
  2. St. Jósefsspítali sameinast Landspítala undir nafninu Landspítali.
  3. Sólvangur verður sjálfstæð heilbrigðisstofnun undir nafninu Sólvangur.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. febrúar 2011. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 608/2005, um sameiningu heilbrigðisstofnana.

Velferðarráðuneytinu, 28. janúar 2011.

Guðbjartur Hannesson.

Anna Lilja Gunnarsdóttir.

Reglugerð sem fellur brott:


Þetta vefsvæði byggir á Eplica