Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

196/1987

Reglugerð um takmörkun sölu á kveikjaragasi. - Brottfallin

1. gr.

Bannað er að selja í almennum verslunum, þ.m.t. söluturnum, lofttegundirnar bútan, þ.m.t. ísóbútan, og própan í ílátum sem sérstaklega eru ætluð til áfyllingar á eldfæri (kveikjaragas).


Þar sem sala er heimiluð t.d. á bensínafgreiðslustöðvum má þó aðeins afhenda einstaklingum bútan, þ.m.t. ísóbútan, og própan að þeir séu fullra 18 ára gamlir og að varan sé merkt í samræmi við fylgiskjal með reglugerð þessari.


2. gr.

Bannið nær ekki til notkunar þessara lofttegunda í kútum til eldunar og upphitunar.


3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 16. gr, laga nr. 8511968 um eiturefni og hættuleg efni og 6. gr. laga nr. 24/1936, um eftirlit með matvælum og öðrum neyslu- og nauðsynjavörum og öðlast gildi þegar við birtingu.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 14. maí 1987



Ragnhildur Helgadóttir.

Páll Sigurðsson.


Fylgiskjal:



Umbúðir fyrir kveikjaragas skulu merktar á íslensku með eftirfarandi upplýsingum:


1. Nafn, heimilisfang og símanúmer innflytjandans eða umboðsaðilans.


2. Hættuleg efni í vöruuni.


3. Notkunarreglur og aðrar nauðsynlegar upplýsingar, t.d. hvað gera skuli ef slys ber að höndum.


Auk ofangreindra upplýsinga skulu eftirfarandi varnaðarmerki og varnaðarorð koma fram á umbúðum:



Litur á varnaðarmerki:

Svartur eldur á appelsínu-gulum grunni

eldfimt


Afar eldfim fljótandi lofttegund.


Geymist á vel loftræstum stað.

Gerið varúðarráðstafanir gegn stöðu rafmagni.


Haldið frá hitauppsprettum - -reykingar bannaðar.


Geymist við hitastig sem ekki er hærra en 50°C.


Geymist þar sem börn ná ekki til. Hættulegt við innöndun.




Þetta vefsvæði byggir á Eplica