Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

351/2007

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 354/2005 um greiðsluþátttöku Tryggingastofnunar ríkisins í þjálfun. - Brottfallin

1. gr.

Á eftir 4. gr. kemur ný grein, 5. gr., sem orðast svo:

5. gr.

Sjúkraþjálfun á hestbaki.

Tryggingastofnun ríkisins tekur þátt í kostnaði, sbr. 1. mgr. 1. gr., við nauðsynlega þjálfun á hestbaki vegna einstaklinga sem falla undir 1. mgr. 1. gr. og eru með skaða í miðtaugakerfi.

Með sjúkraþjálfun á hestbaki er átt við þjálfun sem framkvæmd er af sjúkraþjálfara sem hefur sérþekkingu á sjúkraþjálfun á hestbaki og sem starfar samkvæmt samningi sem samninganefnd heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra skv. 42. gr. laga nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu hefur gert enda taki samningurinn til þjálfunar á hestbaki. Hesturinn telst þjálfunartæki sem beitt er af þeim sjúkraþjálfurum sem hafa kunnáttu til.

Um sjúkraþjálfun á hestbaki gildir 3. og 4. mgr. 1. gr. og 6. gr.

2. gr.

5. og 6. gr. verða 6. og 7. gr.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 3. mgr. 33., sbr. b-lið 1. mgr. 33. gr., laga um nr. 117/1993 almannatryggingar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 24. apríl 2007.

Siv Friðleifsdóttir.

Davíð Á. Gunnarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica