Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

694/2007

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 576/2005 um þátttöku Tryggingastofnunar ríkisins í kostnaði við tannlækningar. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr.:

a. 1. málsl. orðast svo: "Greiðslur til sjúkratryggðra samkvæmt þessum kafla skulu vera það hlutfall af gjaldskrá ráðherra eða gildandi samningum sem hér segir:"
b. 2. málsl. 3. tölul. orðast svo: "Þó skal ein skoðun á ári greidd að fullu samkvæmt gjaldskrá ráðherra eða gildandi samningum eftir því sem við á."

2. gr.

Fyrirsögn 9. gr. orðast svo: Meðfæddir gallar og sjúkdómar.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 3. mgr. 38. gr., lokamálsgrein 41. gr., 42. gr. og 70. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar, með síðari breytingu, gildir frá 1. júní 2007.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 12. júlí 2007.

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Davíð Á. Gunnarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica