Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

409/2006

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 458/2005 um greiðslur almannatrygginga í lyfjakostnaði. - Brottfallin

1. gr.

Við upptalningu í 1. tl. 8. gr. bætist eftirfarandi:

C 10 B A

HMG CoA redúktasa hemlar í blöndum með öðrum lyfjum til temprunar á blóðfitu; ábendingar kransæðasjúkdómur (ICD-10 flokkar; I20 - I25) og sykursýki (ICD-10 flokkar; E10 - E14).

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í c-lið 36. gr. laga um almannatryggingar nr. 117/1993, öðlast gildi 1. júní 2006.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 18. maí 2006.

Siv Friðleifsdóttir.

Davíð Á. Gunnarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica