Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

402/1978

Reglugerð fyrir Vinnuheimili S.Í.B.S. að Reykjalundi - Brottfallin

1. gr.

Stofnunin er eign S.Í.B.S., og rekin af því, svo sem nánar greinir í reglugerð þessari. Fjárhagur hennar er aðskilinn öðrum fjármálum sambandsins.

 

2. gr.

Starfssvið stofnunarinnar er læknisfræðileg, atvinnuleg og félagsleg endurhæfing og vinna við vernduð störf.

 

3. gr.

Berkla- og brjóstholssjúklingar skulu hafa forgang samkvæmt lögum S.Í.B.S. að 1/4 hluta vistrýmis og skjólstæðingar Geðverndarfélags Íslands samkvæmt sér­stökum samningi.

 

4. gr.

Stjórn stofnunarinnar skal skipuð 5 mönnum, einum kjörnum af þingi S.Í.B.S., tveim kosnum úr hópi stjórnar sambandsins, og tveim kjörnum samkv. lögum nr. 57/1978 um heilbrigðisþjónustu, þ. e. a. s. af starfsmannaráði og viðkomandi sveitar­stjórn.

Sömu aðilar kjósa jafnmarga varamenn.

Stjórnin skal kosin til tveggja ára eftir hvert reglulegt sambandsþing.

Stjórn stofnunarinnar heldur fundi svo oft, sem þörf krefur og skulu fundar­gerðir hennar bókaðar.

Á stjórnarfundum ræður afl atkvæða úrslitum og er fundur lögmætur ef meira en helmingur stjórnarinnar situr fund.

 

5. gr.

Stjórn stofnunarinnar ræður framkvæmdastjóra og yfirlækni í samráði við sam­bandsstjórn S.Í.B.S. Framkvæmdastjóri og yfirlæknir ráða annað starfsfólk og ákveða kjör í samráði við stjórn stofnunarinnar.

 

6. gr.

Reikningsár stofnunarinnar er almanaksárið. Stjórn stofnunarinnar skal gæta þess, að vörubirgðir, peningar og aðrar eignir séu rétt taldar um áramót. Reikningar stofnunarinnar skulu lagðir fyrir sambandsstjórn, endurskoðaðir af löggiltum endur­skoðanda, til samþykktar.

 

7. gr.

Stjórnin ákveður laun og hámarksvinnutíma þeirra sem vinna vernduð störf.

 

8. gr.

Yfirlækni og framkvæmdastjóra er heimilt að vísa þeim vistmanni burt af heimilinu, sem með hegðun sinni veldur truflunum eða verður uppvís að vanrækslu við störf sín.

 

9. gr.

Stjórn S.Í.B.S getur breytt reglugerð þessari að fenginni umsögn eða tillögu stjórnar og yfirlæknis stofnunarinnar, enda verði breytingar staðfestar af heilbrigðis­málaráðuneytinu.

 

10. gr.

Reglugerð þessi staðfestist hér með skv. lögum nr. 57/1978 til að öðlast gildi þegar í stað. Jafnframt er úr gildi felld reglugerð nr. 12 24. janúar 1945 með síðari breytingum.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 10. nóvember 1978.

 

Magnús H. Magnússon.

Jón Ingimarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica