Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

558/2004

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð um skýrslugerð vegna smitsjúkdóma nr. 129/1999. - Brottfallin

558/2004

REGLUGERÐ
um (4.) breytingu á reglugerð
um skýrslugerð vegna smitsjúkdóma nr. 129/1999.

1. gr.

1. gr. orðast svo:
Sóttvarnalæknir er ábyrgur fyrir því að haldin sé smitsjúkdómaskrá. Skráin tekur til smitsjúkdóma, sýklalyfjanotkunar og bólusetninga (ónæmisaðgerða) sbr. reglugerð um bólusetningar á Íslandi. Sóttvarnalæknir skal fá afhentar upplýsingar úr lyfjagagnagrunni landlæknis skv. 27. gr. lyfjalaga og frá heilbrigðisstofnunum til að halda skrá um sýklalyfjanotkun. Upplýsingarnar skulu vera ópersónugreinanlegar.

Til að halda skrá um sýklalyfjanotkun kallar sóttvarnalæknir eftir upplýsingum úr lyfjagagnagrunni landlæknis og frá sjúkrastofnunum. Þær upplýsingar mega ekki bera með sér önnur persónuauðkenni en aldur, kyn og búsetu samkvæmt póstnúmeri þeirra sem lyfjunum hefur verið ávísað á, sérgrein læknis, sjúkrastofnun og deild þar sem sjúkrastofnun er deildarskipt. Upplýsingar um sýklalyfjanotkun skulu vera ópersónugreinanlegar. Forstöðumönnum heilbrigðisstofnana er skylt að senda sóttvarnalækni upplýsingar um magn sýklalyfja sem notað er á viðkomandi stofnun, skipt eftir deildum þar sem það á við. Gæta skal fyllsta trúnaðar um allar einkalífsupplýsingar sem fram koma í smitsjúkdómaskrá og gilda um skrána sömu reglur og aðrar sjúkraskrár. Ítrustu varúðar skal gætt við meðferð, vörslu og sendingu upplýsinga um tilkynningaskylda sjúkdóma.

Sóttvarnalæknir gefur nánari fyrirmæli um tilhögun skráningar og tilkynninga í smitsjúkdómaskrá og skrá um sýklalyfjanotkun, m.a. um hvaða ráðstafanir skuli viðhafðar til að tryggja öryggi persónuupplýsinga varðandi tilkynningaskylda sjúkdóma.


2. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 3. gr.:
Á eftir orðunum "nánari fyrirmælum sóttvarnalæknis" koma orðin "sbr. 1. gr."


3. gr.

4. gr. orðast svo:

Skráningarskyldir sjúkdómar.

Skráningarskyldir sjúkdómar eru:

afbrigðilegar berklasýkingar
bráður niðurgangur
condyloma genitalis
eyrnabólga
flatlús
hálsbólga
heilabólga (encephalitis/meningoencephalitis)
heilahimnubólga af völdum sýkla
heilahimnubólga af óþekktum toga
hlaupabóla
höfuðlús
inflúensa
kláðamaur
lungnabólga
Lyme sjúkdómur (borreliosis)
matareitrun af völdum sýkla eða eiturefna þeirra
mýrarkalda (malaría)
njálgur
psittacosis
ristill (herpes zoster)
skarlatssótt
sýkingar af völdum fjölónæmra sýkla
aðgerðartengdar sýkingar í heilbrigðisþjónustunni
toxóplasmasýking
þvagrásarbólga af óþekktri orsök


4. gr.

5. gr. orðast svo:

Tilkynningaskyldir sjúkdómar.

Tilkynningaskyldir sjúkdómar eru:

barnaveiki
berklar
bólusótt
bótúlismi
Creutzfeldt Jacob veiki og afbrigði hennar
enterohemorrhagisk E. coli sýking
giardiasis
gulusótt og aðrar blæðandi veiruhitasóttir
heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu (HABL)
hemofilus influenzea sjúkdómur gerð b
hettusótt
hérasótt (tularemia)
HIV-sýking
holdsveiki
hundaæði
huldusótt (Q-fever)
inflúensa A sem valdið getur heimssótt
kampýlóbaktersýking
kikhósti
klamydíusýking
kólera
legíónellusýking
lekandi
lifrarbólga A
lifrarbólga B
lifrarbólga C
lifrarbólga E
lifrarbólga vegna annarra veira
linsæri
listeríusýking
lömunarveiki
meningókokkasjúkdómur
miltisbrandur
mislingar
rauðir hundar
salmonellusýking
sárasótt
sígellusýking
stífkrampi
svarti dauði
öldusótt (brucellosis)


5. gr.

1. mgr. 6. gr. orðast svo:
Tilkynningu um tilkynningaskyldan sjúkdóm eða sjúkdómsvald skal senda sóttvarnalækni án tafar. Sóttvarnalækni er heimilt að fela göngudeildum smitsjúkdóma, sbr. 1.- 3. gr. reglugerðar nr. 131/1999 um göngudeildir vegna tilkynningaskyldra smitsjúkdóma og um undanþágu frá greiðsluhlutdeild sjúklinga, að halda skrá yfir tilkynningaskyld sjúkdómstilfelli.


6. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 18. gr., sbr. 3. gr., sóttvarnalaga nr. 19/1997, öðlast þegar gildi.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 21. júní 2004.

Jón Kristjánsson.
Davíð Á. Gunnarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica