Heilbrigðisráðuneyti

670/2023

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 144/2009 um tæknifrjóvgun.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað "10 ár" í 1. mgr. kemur: 35 ár.
  2. Í stað "20 ár" 2. mgr. kemur: 50 ár.
  3. Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þjónustuveitandi skal tilkynna eigendum geymdra fósturvísa og eigendum kynfrumna þegar til stendur að eyða geymdum fóstur­vísum eða kynfrumum. Tilkynningin skal send skriflega og með hæfilegum fyrirvara en þó eigi síðar en 6 mánuðum fyrir áætlaða eyðingu.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 15. gr. laga nr. 55/1996 um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 8. júní 2023.

 

Willum Þór Þórsson.

Ásthildur Knútsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica