Velferðarráðuneyti

896/2014

Reglugerð um breytingu (2) á reglugerð nr. 768/2010 um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um lyfjamál (IX). - Brottfallin

1. gr.

1. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1950/2006 frá 13. desember 2006 um skrá, í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/82/EB um Bandalagsreglur um dýralyf, yfir efni sem eru nauðsynleg við meðhöndlun dýra af hestaætt og yfir efni sem hafa í för með sér aukinn klínískan ávinning, sem vísað er til í lið 15za í XIII. kafla II. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 140/2007 frá 26. október 2007 og nr. 14/2014 frá 14. febrúar 2014 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES samninginn, skulu öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans.

2. gr.

2. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 140/2007, sbr. 1. gr., er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 19 frá 10. apríl 2008, bls. 68.

Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 14/2014, sbr. 1. gr., er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 42 frá 14. febrúar 2014, bls. 19.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 50. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, með síðari breyt­ingum, öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur reglugerð nr. 880/2014 brott.

Velferðarráðuneytinu, 9. október 2014.

Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra.

Sveinn Magnússon.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica