Velferðarráðuneyti

343/2012

Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 403/2010, um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga við kaup á lyfjum. - Brottfallin

1. gr.

Við 3. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, 2. mgr., svohljóðandi:

Sjúkratryggingar taka þátt í greiðslu hagkvæmustu pakkninga í ATC-lyfjaflokknum N 05 A (geðrofslyf). Hagkvæmustu pakkningar eru metnar út frá verði á skilgreindum dagskammti (DDD) í pakkningu skammtaðra lyfjaforma og þær pakkningar "*"-merktar sem innihalda skilgreindan dagskammt (DDD) á greiðsluþátttökuverði 600 kr. eða lægra. Sjúkratryggingar taka ekki þátt í greiðslu annarra lyfja í lyfjaflokki N 05 A en er þó heimilt að gefa út lyfjaskírteini fyrir greiðsluþátttöku, sbr. 6. tölul. 11. gr.

2. gr.

Við 11. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, 6. tölul., svohljóðandi:

Þegar sjúklingi er brýn nauðsyn að nota um lengri tíma lyf sem sjúkratryggingar greiða ekki ("0") merkt í lyfjaverðskrá. Er þá heimilt að greiða samkvæmt "*"-merkingu.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 25. gr., 1. mgr. 29. gr. og 55. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, öðlast gildi 1. júní 2012.

Ákvæði til bráðabirgða.

Lyfjaávísanir á þau lyf sem fá breytta greiðsluþátttöku skv. 3. málsl. 2. mgr. 3. gr. og gefnar eru út fyrir gildistöku reglugerðar þessarar, halda óbreyttri greiðsluþátttöku til 31. október 2012.

Velferðarráðuneytinu, 13. apríl 2012.

Guðbjartur Hannesson.

Hrönn Ottósdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica