Velferðarráðuneyti

1168/2011

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 698/2010 um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar.

1. gr.

5. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:

Í stað "ein skoðun á ári greidd að fullu" í 2. málsl. 2. tölul. greinarinnar kemur: greitt 100% kostnaðar vegna einnar skoðunar á ári.

2. gr.

7. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:

a. Á eftir orðinu "endajaxla" í 1. málsl. 3. mgr. kemur: enda hafi Sjúkratryggingar Íslands ekki á síðustu þremur árum tekið þátt í kostnaði við ísetningu tannplanta í sama góm samkvæmt heimild í 2. mgr.

b. Á eftir 3. mgr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein, svohljóðandi:

Sjúkratryggingar Íslands taka ekki samtímis þátt í kostnaði við ísetningu tannplanta sam­kvæmt heimildum í 2. og 3. mgr.

3. gr.

13. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:

Í stað "70%" í 2. málsl. 2. mgr. kemur: 75%.

4. gr.

14. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:

Í stað "ICD skráningarnúmer, stutt sjúkrasaga, aðgerðaráætlun og áætlaður meðferðar­tími." í 2. málsl. 2. mgr. kemur: stutt sjúkrasaga, aðgerðaráætlun og kostnaður við hana, upplýsingar um hvenær meðferð hefst og áætlaður meðferðartími.

5. gr.

16. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:

Í stað "sem jafna má til þeirra tilvika sem tilgreind eru í 15. gr." í 1. málsl. 1. mgr. kemur: þar sem fjórar eða fleiri fullorðinstennur, framan við endajaxla, tapast eða sjúkra­tryggður verður fyrir öðrum sambærilegum alvarlegum skaða.

6. gr.

17. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:

Í stað "reikningi tannlæknis." í 2. málsl. kemur: gjaldskrá tannlæknis sem send hefur verið Sjúkratryggingum Íslands áður en verk er unnið.

7. gr.

21. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:

Í stað "2011" í síðari málsl. greinarinnar kemur: 2012.

8. gr.

22. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:

Á eftir orðinu "kennitala" í 1. málsl. kemur: viðkomandi.

9. gr.

27. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:

Í stað orðanna "15. september 2010 til og með 31. desember 2011" í 2. mgr. kemur: 1. janúar 2012 til og með 31. desember 2012.

10. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. mgr. 20. gr., 2. mgr. 38. gr. og 55. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, öðlast þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 16. desember 2011.

Guðbjartur Hannesson.

Hrönn Ottósdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica