Heilbrigðisráðuneyti

14/2010

Reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. - Brottfallin

I. KAFLI

Almenn ákvæði.

1. gr.

Gildissvið.

Í reglugerð þessari er kveðið á um þau gjöld sem sjúkratryggðir skulu greiða fyrir heil­brigðis­þjónustu sem veitt er á heilsugæslustöðvum, sjúkrahúsum og fyrir heil­brigðis­þjónustu sem veitt er hjá sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum sem Sjúkra­tryggingar Íslands hafa samið við skv. IV. kafla laga nr. 112/2008, um sjúkra­tryggingar, auk gjalds fyrir sjúkraflutninga.

Þjónustuveitendum, sbr. 1. mgr., er óheimilt að innheimta hærri eða önnur gjöld af sjúkra­tryggðum en kveðið er á um í reglugerð þessari og fylgiskjali með henni.

Sjúkratryggingar Íslands skulu kynna almenningi efni þessarar reglugerðar.

2. gr.

Fagleg samskipti heilsugæslulækna, heimilislækna og sérfræðilækna.

Í samræmi við markmið um að tryggja fagleg samskipti milli heilsugæslulækna, heimilis­lækna og sérfræðilækna er gert ráð fyrir því sem meginreglu í reglugerð þessari að samskipti sjúklings og læknis hefjist hjá heilsugæslu- eða heimilislækni.

Sjúklingur sem kemur til sérfræðilæknis fyrir milligöngu heilsugæslu- eða heimilislæknis skal hafa meðferðis beiðni frá lækninum. Sérfræðilæknirinn skal ávallt senda læknabréf til heilsugæslu- eða heimilislæknis sjúklings, sbr. þó 4. mgr.

Komi sjúklingur til sérfræðilæknis án milligöngu heilsugæslu- eða heimilislæknis skal sér­fræði­læknir ávallt senda heilsugæslu- eða heimilislækni sjúklingsins læknabréf. Komi sjúklingur til sérfræðilæknis fyrir milligöngu annars sérfræðilæknis skal síðari sér­fræði­læknirinn ávallt senda læknabréf til heilsugæslu- eða heimilislæknis sjúklingsins og þess sérfræðilæknis sem hafði milligöngu um samskiptin, sbr. þó 4. mgr.

Sjúklingi er heimilt að óska þess við lækni að hann sendi ekki upplýsingar honum við­kom­andi til annarra lækna. Þess skal þá getið í sjúkraskrá. Lækni er og skylt að útskýra fyrir sjúklingi ábyrgð þá sem þessu fylgir fyrir sjúklinginn sjálfan.

3. gr.

Hverjir eru sjúkratryggðir.

Sjúkratryggður er sá sem er búsettur á Íslandi og hefur verið það a.m.k. síðustu sex mánuðina áður en bóta er óskað úr sjúkratryggingum að uppfylltum öðrum skilyrðum laga um sjúkratryggingar, nema annað leiði af milliríkjasamningum, sbr. 10. gr. laga um sjúkratryggingar. Með búsetu er átt við lögheimili í skilningi lögheimilislaga. Börn og unglingar yngri en 18 ára sem búsett eru hér á landi eru sjúkratryggð með foreldrum sínum. Sama á við um stjúpbörn og fósturbörn. Að öðru leyti gilda um það hverjir teljist sjúkratryggðir hér á landi 10.-16. gr. laga um sjúkratryggingar.

Sjúkratryggingar Íslands ákvarða hvort einstaklingur telst sjúkratryggður.

II. KAFLI

Heilsugæsla.

4. gr.

Komugjöld á dagvinnutíma.

Fyrir komu á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis á dagvinnutíma skulu sjúkratryggðir greiða sem hér segir:

 1. Sjúkratryggðir almennt, kr. 1.000.
 2. Aldraðir 67 til og með 69 ára, sbr. þó 3. tl., kr. 800.
 3. Aldraðir 70 ára og eldri, öryrkjar, aldraðir 67 til og með 69 ára sem nutu örorku­lífeyris fram til 67 ára aldurs og þeir 60 til og með 69 ára sem njóta óskerts ellilífeyris, kr. 500.
 4. Börn yngri en 18 ára og börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna greiða ekkert gjald.

Undanþegnar gjaldskyldu eru komur vegna mæðra- og ungbarnaverndar, heilsugæsla í skólum og unglingamóttaka í heilsugæslu sem veitir ráðgjöf og fræðslu um forvarnir. Með mæðra- og ungbarnavernd er átt við mæðra- og ungbarnavernd eins og hún er skil­greind í leiðbeiningum landlæknis um meðgönguvernd og um heilsuvernd barna (ung- og smá­barna­vernd).

Gjöld samkvæmt þessari grein renna til reksturs heilsugæslustöðvar eða stofureksturs heimilislæknis.

5. gr.

Komugjöld utan dagvinnutíma.

Fyrir komu á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis utan dagvinnutíma, þ.e. milli kl. 16.00 og 08.00 og á laugardögum og helgidögum, skulu sjúkratryggðir greiða sem hér segir:

 1. Sjúkratryggðir almennt, kr. 2.600.
 2. Aldraðir 67 til og með 69 ára, sbr. þó 3. tl., kr. 2.080.
 3. Aldraðir 70 ára og eldri, öryrkjar, aldraðir 67 til og með 69 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og þeir 60 til og með 69 ára sem njóta óskerts ellilífeyris, kr. 1.300.
 4. Börn yngri en 18 ára og börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna greiða ekkert gjald.

Hafi læknir sjálfur valið að sinna læknisstarfi utan dagvinnutíma skal greitt samkvæmt 4. gr.

Gjöld samkvæmt þessari grein renna til reksturs heilsugæslustöðvar eða stofureksturs heimilislæknis.

6. gr.

Gjöld vegna vitjana lækna.

Fyrir vitjun læknis á dagvinnutíma skulu sjúkratryggðir greiða sem hér segir:

 1. Sjúkratryggðir almennt, kr. 2.800.
 2. Aldraðir 67 til og með 69 ára, sbr. þó 3. tl., kr. 2.200.
 3. Aldraðir 70 ára og eldri, öryrkjar, aldraðir 67 til og með 69 ára sem nutu örorku­lífeyris fram til 67 ára aldurs og þeir 60 til og með 69 ára sem njóta óskerts ellilífeyris, kr. 1.400.
 4. Börn yngri en 18 ára og börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna, greiða ekkert gjald.

Fyrir vitjun læknis utan dagvinnutíma skulu sjúkratryggðir greiða sem hér segir:

 1. Sjúkratryggðir almennt, kr. 3.800.
 2. Aldraðir 67 til og með 69 ára, sbr. þó 3. tl., kr. 3.200.
 3. Aldraðir 70 ára og eldri, öryrkjar, aldraðir 67 til og með 69 ára sem nutu örorku­lífeyris fram til 67 ára aldurs og þeir 60 til og með 69 ára sem njóta óskerts ellilífeyris, kr. 1.850.
 4. Börn yngri en 18 ára og börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna, greiða ekkert gjald.

Með vitjun samkvæmt þessari grein er átt við þjónustu læknis utan heilsugæslustöðvar.

Hafi læknir sjálfur valið að sinna vitjun utan dagvinnutíma skal greiða vitjanagjald dag­vinnu­tíma skv. 1. mgr.

Vitjanagjald greiðist lækni og dregst frá samningsbundinni þóknun hans fyrir vitjanir.

7. gr.

Gjöld fyrir aðra þjónustu.

Sjúkratryggðir skulu greiða fyrir bólusetningar á heilsugæslustöð (hvern skammt) sem hér segir:

 1. Blóðmauraheilabólga (J07BA01), kr. 5.500.
 2. Meningókokkar (J07AH)
  1. fjórgilt fjölsykrubóluefni (J07AH04), kr. 5.600.
  2. próteintengt fjölsykrungabóluefni gegn stofni C (J07AH07, 18 ára og eldri), kr. 5.600.
 3. Hlaupabóla (J07BK01), kr. 8.000.
 4. Hundaæði (J07BG01), kr. 12.300.
 5. Inflúensa (J07BB02), kr. 1.000.
 6. Japönsk heilabólga (J07BA02), kr. 22.000.
 7. Kólera (bóluefni til inntöku, J07AE01), kr. 4.600.
 8. Lifrarbólga A 720 ein. (J07BC02), kr. 3.850.
 9. Lifrarbólga A 1400 ein. (J07BC02), kr. 5.600.
 10. Lifrarbólga B (J07BC01), kr. 4.000.
 11. Lifrarbólga B, fyrir börn (J07BC01), kr. 3.100.
 12. Lifrarbólga A og B (J07BC20), kr. 7.500.
 13. Lifrarbólga A og B, fyrir börn (J07BC20), kr. 5.300.
 14. Lungnabólga (J07AL01), kr. 3.800.
 15. Mislingar ásamt hettusótt og rauðum hundum (J07BD52), kr. 3.400.
 16. Mýgulusótt (J07BL01), kr. 3.500.
 17. Papillómaveirubóluefni (J07BM)
  1. papillómaveirur manna, gerð 6, 11,16, 18 (J07BM01), kr. 30.200.
  2. papillómaveirur manna, gerð 16,18 (J07BM02), kr. 23.000.
 18. Stífkrampi og barnaveiki, fyrir fullorðna (J07AM51), kr. 1.300.
 19. Taugaveiki (J07AP03), kr. 3.500.
 20. Mænusótt, fyrir fullorðna (J07BF03), kr. 1.400.
 21. Rótaveirusýking (J07BH01), kr. 12.700.

Gjöld skv. 1. mgr. skulu greiðast til viðbótar við komugjöld skv. 4. og 5. gr. Gjöldin skulu einnig greidd í heimahjúkrun. Ekkert gjald er greitt fyrir ungbarnavernd og heilsugæslu í skólum, sbr. 2. mgr. 4. gr. Í ungbarnavernd er ekki greitt gjald fyrir bólusetningar við stífkrampa, mænusótt, rauðum hundum og MMR (mislingar + hettusótt + rauðir hundar).

Auk komugjalda skv. 4. og 5. gr. skulu sjúkratryggðir, aðrir en börn yngri en 18 ára, greiða gjald fyrir aðra þjónustu en greinir í 1. mgr. sem hér segir:

 1. Þungunarpróf, kr. 600.
 2. Streptokokkarannsóknir, kr. 700.
 3. Lyfjaleit í þvagi, kr. 1.900.
 4. CRP (C-reaktíft prótein), kr. 800.
 5. HbA1c (glýkósýlerað hemóglóbín), kr. 1.500.
 6. Lykkja (T), kr. 7.200.
 7. Hormónalykkja, kr. 23.300.
 8. Foreldrafræðsla, kvöldnámskeið, gildir fyrir báða foreldra, kr. 8.000.
 9. Uppeldisnámskeið fyrir foreldra
  1. Uppeldisnámskeið fyrir foreldra, kr. 8.000 fyrir eitt foreldri, kr. 10.000 fyrir báða foreldra.
  2. Uppeldis- og foreldrafærninámskeið fyrir foreldra barna með ADHD, kr. 9.000 fyrir eitt foreldri og kr. 12.000 fyrir báða foreldra.
  3. PMT foreldrafærninámskeið (fyrir foreldra barna með hegðunarerfiðleika), kr. 15.000 fyrir eitt foreldri og kr. 20.000 fyrir báða foreldra.
  4. Snillingarnir - færniþjálfunarnámskeið (samskipti, tilfinningastjórn, athygli o.fl.) fyrir 8-10 ára börn með ADHD, kr. 7.000.

Gjöld samkvæmt þessari grein renna til reksturs heilsugæslustöðvar.

8. gr.

Gjöld vegna krabbameinsleitar.

Vegna krabbameinsleitar á heilsugæslustöðvum og hjá heimilislæknum (legstrok og mynd af brjóstum) skal sjúkratryggður greiða kr. 3.400 fyrir hverja komu.

Aldraðir 67 til og með 69 ára, sbr. þó 3. mgr. greiða kr. 2.800.

Aldraðir 70 ára og eldri, öryrkjar, aldraðir 67 til og með 69 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og þeir 60 til og með 69 ára sem njóta óskerts ellilífeyris greiða kr. 1.700.

Gjöld samkvæmt þessari grein renna til Krabbameinsfélags Íslands vegna úrlesturs frumu­sýna, röntgenmynda og leitarstarfs.

III. KAFLI

Sjúkrahús.

9. gr.

Komugjöld.

Fyrir komu og endurkomu á slysadeild og bráðamóttöku sjúkrahúsa skal sjúkratryggður greiða sem hér segir:

 1. Sjúkratryggðir almennt, kr. 4.900.
 2. Aldraðir 67 til og með 69 ára, sbr. þó 3. tl., kr. 4.000.
 3. Aldraðir 70 ára og eldri, öryrkjar, aldraðir 67 til og með 69 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og þeir 60 til og með 69 ára sem njóta óskerts ellilífeyris, kr. 2.500.
 4. Börn yngri en 18 ára greiða ekkert gjald.
 5. Börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna greiða ekkert gjald.

Fyrir komu og endurkomu á göngudeild sjúkrahúsa vegna þjónustu annarra en lækna skal sjúkratryggður greiða sem hér segir:

 1. Sjúkratryggðir almennt, kr. 2.500.
 2. Aldraðir 67 til og með 69 ára, sbr. þó 3. tl. kr. 2.100.
 3. Aldraðir 70 ára og eldri, öryrkjar, aldraðir 67 til og með 69 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og þeir 60 til og með 69 ára sem njóta óskerts ellilífeyris, kr. 1.400.
 4. Börn yngri en 18 ára og börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna greiða ekkert gjald, sbr. þó 3. og 4. mgr.

Sjúkratryggðir skulu, þrátt fyrir 2. mgr., taka þátt í kostnaði við iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun og talþjálfun á sjúkrahúsum á sama hátt og þeir sem leita til þjálfara sem starfar samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands, sbr. reglugerð nr. 721/2009, um þjálfun sem sjúkratryggingar taka til og hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði við þjálfun. Gjöld fyrir iðju-, sjúkra- og talþjálfun á sjúkrahúsum veita rétt til þjálfunarkorts frá Sjúkra­tryggingum Íslands.

Sjúkratryggðir skulu, þrátt fyrir 2. mgr., taka þátt í kostnaði við meðferð húðsjúkdóma veitta á sjúkrahúsi af öðrum en læknum á sama hátt og þeir sem leita til meðferðaraðila sem starfa samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands, sbr. reglugerð nr. 1260/2007 um styrki vegna kostnaðar við meðferð húðsjúkdóma, veitta af öðrum en læknum.

Sjúkratryggðir almennt skulu greiða kr. 7.500 fyrir keiluskurðaðgerðir. Aldraðir 67 til og með 69 ára, sbr. þó næsta málslið, skulu greiða kr. 6.000. Aldraðir 70 ára og eldri, öryrkjar, aldraðir 67 til og með 69 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og þeir 60 til og með 69 ára sem njóta óskerts ellilífeyris skulu greiða kr. 2.500 fyrir keiluskurðaðgerðir. Börn yngri en 18 ára greiða ekkert gjald.

Sjúkratryggðir almennt skulu greiða kr. 7.500 fyrir kransæða- og hjartaþræðingu. Aldraðir 67 til og með 69 ára, sbr. þó næsta málslið, skulu greiða kr. 6.000. Aldraðir 70 ára og eldri, öryrkjar, aldraðir 67 til og með 69 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og þeir 60 til og með 69 ára sem njóta óskerts ellilífeyris skulu greiða kr. 2.500 fyrir kransæða- og hjartaþræðingu. Börn yngri en 18 ára greiða ekkert gjald.

Aldraðir sem njóta þjónustu dagvistar í tengslum við sjúkrahús skulu taka þátt í kostnaði af dagvistinni skv. 19. gr. laga nr. 125/1999 um málefni aldraðra og gildandi reglugerð um daggjöld stofnana sem ekki eru á föstum fjárlögum.

Gjöld fyrir þjónustu skv. VI. kafla greiðast til viðbótar við komugjöld skv. 1. mgr., þó skulu komugjald og gjöld skv. VI. kafla takmarkast við það hámarksgjald sjúkratryggðs sem tilgreint er í VI. kafla.

Gjöld samkvæmt þessari grein skulu renna til reksturs sjúkrahúss.

10. gr.

Gjald fyrir endurtengingu eggjaleiðara eftir ófrjósemisaðgerð.

Fyrir endurtengingu eggjaleiðara eftir ófrjósemisaðgerð skal sjúkratryggður greiða kr. 200.000.

Gjald samkvæmt þessari grein rennur til reksturs sjúkrahúss.

IV. KAFLI

Sameiginleg ákvæði fyrir þjónustu í heilsugæslu og á sjúkrahúsum.

11. gr.

Gjöld fyrir læknisvottorð í heilsugæslu og á sjúkrahúsum.

Fyrir læknisvottorð á eyðublöðum Tryggingastofnunar ríkisins vegna lífeyristrygginga eða bóta félagslegrar aðstoðar og á eyðublöðum Sjúkratrygginga Íslands vegna sjúkra­trygginga eða slysatrygginga skulu sjúkratryggðir greiða sem hér segir:

 1. Ekkert gjald fyrir örorkuvottorð vegna lífeyristrygginga (A og B), örorkuvottorð vegna slysatrygginga (A), vottorð vegna fjárhagslegrar aðstoðar við fötluð og sjúk börn eða vottorð vegna endurhæfingarlífeyris.
 2. Fyrir framhaldsvottorð vegna slysatrygginga, kr. 460.
 3. Fyrir læknisvottorð vegna slysatrygginga (áverkavottorð), vegna beiðni um þjálfun, vegna öflunar hjálpartækja, vegna lengingar fæðingarorlofs, vegna hreyfi­hömlunar (uppbót vegna reksturs bifreiðar), vegna heimahjúkrunar, vegna umsóknar um lyfjaskírteini, vegna vistunar sjúklings erlendis (siglinganefnd), sjúkra­dag­peninga­vottorð eða skýrslu vegna ferðakostnaðar innanlands, kr. 920.
 4. Fyrir læknisvottorð vegna umsóknar um styrk og uppbót til kaupa á bifreið fyrir fatlaða, kr. 920.

Fyrir önnur læknisvottorð en tilgreind eru í 1. mgr. skal innheimta gjöld sem hér segir:

 1. Fyrir vottorð um fjarvistir nemenda úr skólum, kr. 460.
 2. Fyrir vottorð vegna sjúkranudds, kr. 920.
 3. Fyrir vottorð um fjarvistir til atvinnurekenda, ónæmisaðgerðir og alþjóða­ónæmis­skírteini, heilsufar nemenda til skóla, leikskóla og sumarbúða, undan­þágu til bílbeltanotkunar, vegna veitingar ökuleyfis og endurgreiðslu ferða­kostnaðar, svo sem ferðarofs, og til skattyfirvalda, kr. 1.400.
 4. Fyrir vottorð vegna bóta úr slysa- og sjúkrasjóðum, umsókna um örorkubætur til lífeyrissjóða, andláts (dánarvottorð), fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðar, kr. 2.000.
 5. Fyrir vottorð vegna byssuleyfis, skóla erlendis, og um heilsufar eða vinnufærni vegna umhverfis eða atvinnu, þ.m.t. vegna atvinnuréttinda, kr. 4.050.
 6. Fyrir vottorð til lögmanna og tryggingafélaga vegna sjúkdóma eða slysa, trygginga­félaga vegna líf- og sjúkdómatrygginga eða umsókna um örorkubætur, ætt­leiðingu, lögreglu, sýslumanna, vegna dvalar- og/eða atvinnuleyfa hér á landi og dvalar eða starfa erlendis skal miða við hversu langan tíma það tekur lækni að gera vottorðið og skal greiða kr. 3.450 fyrir hverjar byrjaðar 20 mínútur.

Gjöld fyrir vottorð samkvæmt þessari grein skulu renna til viðkomandi stofnunar.

V. KAFLI

Sameiginleg ákvæði fyrir þjónustu utan sjúkrahúsa
og á göngudeildum sjúkrahúsa.

12. gr.

Gjöld fyrir sérfræðilæknishjálp.

Fyrir hverja komu til sérfræðilæknis utan sjúkrahúsa og á göngudeild sjúkrahúsa, sbr. þó 10. og 13. gr., skulu sjúkratryggðir greiða sem hér segir, sbr. þó 16. gr.:

 1. Sjúkratryggðir almennt, kr. 3.800 og til viðbótar 40% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna sem umfram er, þó að hámarki kr. 27.000.
  Fyrir komu til sérfræðings í augnlækningum til sjónmælingar vegna gleraugna greiða sjúkratryggðir almennt á aldrinum 18-70 ára fullt verð samkvæmt umsaminni gjaldskrá sérfræðinga við Sjúkratryggingar Íslands, sbr. þó 2. og 3. tölul. 1. mgr.
 2. Aldraðir 67 til og með 69 ára, sbr. þó 3. tl., kr. 3.000 og til viðbótar 1/3 af 40% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna sem umfram er, þó að hámarki kr. 27.000.
 3. Aldraðir 70 ára og eldri, öryrkjar, aldraðir 67 til og með 69 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og þeir 60 til og með 69 ára sem njóta óskerts ellilífeyris, kr. 1.400 og til viðbótar 1/3 af 40% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna sem umfram er, þó að hámarki kr. 27.000.
 4. Börn yngri en 18 ára, 1/9 af gjaldi samkvæmt 1. tölul. l. mgr., þó að lágmarki kr. 630 og að hámarki kr. 27.000, og ekkert gjald vegna komu til sérfræðilæknis á göngudeild sjúkrahúsa.
 5. Börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna greiða ekkert gjald.

Með komu til sérfræðilæknis á göngudeild sjúkrahúsa skv. 1. mgr. er átt við ferliverk, þ.e. læknismeðferð sem unnt er að veita hvort sem er á læknastofum utan sjúkrahúsa eða á sjúkrahúsum og krefst ekki innlagnar á sjúkradeild nema í undantekningartilvikum. Sjúklingur greiðir gjald skv. 1. mgr. og gildir þá einu þótt næturdvöl kunni að reynast nauðsynleg í einstökum tilvikum.

Við komu skv. 1. tölul. 1. mgr. þar sem svæfingalæknir svæfir eða deyfir við aðgerð skurðlæknis skal sjúkratryggður greiða að hámarki kr. 27.000, í heild.

Þegar reikningur er gerður til Sjúkratrygginga Íslands fyrir sérfræðilæknishjálp skal draga greiðslu sjúkratryggðra frá umsömdu heildarverði. Ekki er gerður reikningur til Sjúkratrygginga Íslands vegna sérfræðilæknisþjónustu (ferliverk) sem veitt er á sjúkrahúsum nema sérstaklega hafi verið um það samið skv. IV. kafla laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar.

Með umsömdu og ákveðnu heildarverði, sbr. 1., 2. og 3. tölul. 1. mgr., er átt við það gjald sem samið hefur verið um í samningum Sjúkratrygginga Íslands við sérfræðilækna skv. IV. kafla laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar. Innifalinn í greiðslu sjúkratryggðra er kostnaður vegna hvers kyns einnota áhalda, umbúða og þess háttar.

Gjöld vegna þjónustu á göngudeild sjúkrahúsa skulu renna til reksturs sjúkrahússins.

13. gr.

Gjöld vegna meðferðar og rannsókna við ófrjósemi.

Fyrir meðferð hjá IVF Iceland, tæknifrjóvgun, skal sjúkratryggður greiða sem hér segir:

 

1.

Par sem ekki á barn saman:

Glasafrjóvgun (IVF)

Smásjárfrjóvgun (ICSI)

   

a.

fyrsta meðferð

kr.

173.355

 

kr.

207.375

 
   

b.

önnur til fjórða meðferð

kr.

97.440

 

kr.

117.600

 
   

c.

fimmta meðferð eða fleiri

kr.

323.715

 

kr.

395.535

 
 

2.

Par sem á eitt barn saman:

           
   

a.

fyrsta til fjórða meðferð

kr.

255.990

 

kr.

307.125

 
   

b.

fimmta meðferð eða fleiri

kr.

323.715

 

kr.

395.535

 
 

3.

Par sem á fleiri börn saman:

kr.

323.715

 

kr.

395.535

 

Inni í þessari greiðslu er kostnaður vegna nauðsynlegra rannsókna, heimsókna til sérfræðinga hjá IVF og lyfja, annarra en örvunarlyfja eggjastokka, en um greiðslu þeirra fer samkvæmt reglugerð um greiðslur almannatrygginga í lyfjakostnaði.

Greiðslur skulu skiptast þannig að í upphafi hverrar meðferðar skal greiða 20% af áætluðu heildargjaldi. Eftirstöðvar gjalds skal greiða þegar ákveðið hefur verið að fram­kvæma eggheimtu.

Fyrir aðrar rannsóknir sem ekki tengjast tæknifrjóvgunarmeðferð skulu greiðslur fara skv. 12. gr. og VI. kafla.

VI. KAFLI

Sameiginleg ákvæði fyrir þjónustu á heilsugæslu,
sjúkrahúsum og utan sjúkrahúsa.

14. gr.

Gjöld fyrir rannsóknir, geisla- og myndgreiningar og beinþéttnimælingar.

Fyrir hverja komu til rannsóknar á rannsóknastofu og vegna rannsóknar á sýni sem sent er til rannsóknar í rannsóknastofu, sbr. þó 10. og 13. gr., skulu sjúkratryggðir greiða sem hér segir, sbr. þó 16. gr.:

 1. Sjúkratryggðir almennt, kr. 1.600.
 2. Aldraðir 67 til og með 69 ára, sbr. þó 3. tl., kr. 1.200.
 3. Aldraðir 70 ára og eldri, öryrkjar, aldraðir 67 til og með 69 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og þeir 60 til og með 69 ára sem njóta óskerts ellilífeyris, kr. 600.
 4. Börn yngri en 18 ára, kr. 230.
 5. Börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna greiða ekkert gjald.

Fyrir hverja komu til geisla- og myndgreiningar og beinþéttnimælingar skulu sjúkra­tryggðir greiða sem hér segir, sbr. þó 16. gr.:

 1. Sjúkratryggðir almennt, 2.100 kr. og til viðbótar 40% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna sem umfram er, þó að hámarki kr. 27.000.
 2. Aldraðir 67 til og með 69 ára, sbr. þó 3.tl., kr. 1.700 og til viðbótar 1/3 af 40% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna sem umfram er, þó að hámarki kr. 27.000.
 3. Aldraðir 70 ára og eldri, öryrkjar, aldraðir 67 til og með 69 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og þeir 60 til og með 69 ára sem njóta óskerts ellilífeyris, kr. 800 og til viðbótar 1/3 af 40% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna sem umfram er, þó að hámarki kr. 27.000.
 4. Börn yngri en 18 ára, 1/9 af gjaldi samkvæmt 1. tölul. 2. mgr., þó að lágmarki kr. 350 og að hámarki kr. 27.000.
 5. Börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna greiða ekkert gjald.

Þegar reikningur er gerður til Sjúkratrygginga Íslands fyrir rannsóknir, geisla- og mynd­greiningu skal draga greiðslu sjúkratryggðra frá umsömdu heildarverði. Ekki er gerður reikningur til Sjúkratrygginga Íslands vegna rannsókna, geisla- og myndgreininga og beinþéttnimælinga sem gerðar eru í heilsugæslu og á sjúkrahúsum nema sérstaklega hafi verið um það samið skv. IV. kafla laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar.

Með umsömdu og ákveðnu heildarverði, sbr. 1., 2. og 3. tölul. 2. mgr., er átt við það gjald sem samið hefur verið um í samningum Sjúkratrygginga Íslands við sérfræðilækna skv. IV. kafla laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, eða verð sem tilgreint er í fylgiskjali I með þessari reglugerð. Innifalið í greiðslu sjúkratryggðra er kostnaður vegna hvers kyns einnota áhalda, umbúða og þess háttar.

Gjöld vegna þjónustu á heilsugæslustöð og á sjúkrahúsum skulu renna til reksturs stofnananna.

VII. KAFLI

Afsláttarskírteini.

15. gr.

Réttur til afsláttarskírteinis.

Þegar sjúkratryggður einstaklingur á aldrinum 18 ára til og með 66 ára hefur greitt kr. 27.000 á sama almanaksári vegna heimsókna á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis, vitjana lækna, koma á slysadeild, göngudeild og bráðamóttöku sjúkrahúsa, koma til sérfræðilækna utan sjúkrahúsa og til sérfræðilækna á göngudeild sjúkrahúsa, rannsókna á rannsóknastofum, geisla- og myndgreininga og beinþéttnimælinga skal hann eiga rétt á afsláttarskírteini.

Þegar aldraðir 67 til og með 69 ára, sbr. þó næsta málslið, hafa greitt kr. 21.500 og þegar aldraðir 70 ára og eldri, öryrkjar, aldraðir 67 til og með 69 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og þeir 60 til og með 69 ára sem njóta óskerts ellilífeyris, hafa greitt kr. 6.500 á sama almanaksári vegna heimsókna á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis, vitjana lækna, koma á slysadeild, göngudeild og bráðamóttöku sjúkrahúsa, koma til sérfræðilækna utan sjúkrahúsa og til sérfræðilækna á göngudeild sjúkrahúsa, rannsókna á rannsóknastofu, geisla- og myndgreininga og beinþéttni­mælinga, skulu þeir eiga rétt á afsláttarskírteini.

Börn undir 18 ára aldri með sama fjölskyldunúmer samkvæmt skilgreiningu Þjóðskrár skulu teljast einn einstaklingur. Þegar greiddar hafa verið á sama almanaksári kr. 8.100 vegna koma barna undir 18 ára aldri í sömu fjölskyldu til sérfræðilækna utan sjúkrahúsa, vitjana lækna, rannsókna á rannsóknastofum, geisla- og myndgreininga og beinþéttni­mælinga, eiga forsjármenn barnanna rétt á afsláttarskírteini vegna þeirra.

Greiðslur samkvæmt 7. gr., 8. gr., 3., 4. og 7. mgr. 9. gr., 10. gr., 11. gr., 13. gr. og 19. gr. veita ekki rétt til afsláttarskírteinis samkvæmt þessari grein.

16. gr.

Gjöld þeirra sem eru með afsláttarskírteini.

Gegn framvísun kvittana fyrir greiðslur skv. 4.-6. gr., 1.-2. mgr. og 5.-6. mgr. 9. gr., 12. og 14. gr. skulu Sjúkratryggingar Íslands afhenda sjúkratryggðum afsláttarskírteini skv. 15. gr., sem lækkar greiðslu vegna heilbrigðisþjónustu út almanaksárið. Kvittanir skulu auk nafns útgefanda bera með sér tegund þjónustu, fjárhæð, greiðsludag, nafn og kennitölu hins sjúkratryggða.

Hafi sjúkratryggður fengið afsláttarskírteini samkvæmt þessari grein skal hann greiða sem hér segir fyrir heilbrigðisþjónustu það sem eftir er almanaksársins:

 1. Fyrir komu á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis skv. 4. gr. á dagvinnutíma:
  1. Sjúkratryggðir almennt, kr. 580.
  2. Aldraðir 67 til og með 69 ára, sbr. þó c-lið, kr. 500.
  3. Aldraðir 70 ára og eldri, öryrkjar, aldraðir 67 til og með 69 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og þeir 60 til og með 69 ára sem njóta óskerts ellilífeyris, kr. 400.
 2. Fyrir komu á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis skv. 5. gr. utan dagvinnutíma:
  1. Sjúkratryggðir almennt, kr. 1.500.
  2. Aldraðir 67 til og með 69 ára, sbr. þó c-lið, kr. 1.000.
  3. Aldraðir 70 ára og eldri, öryrkjar, aldraðir 67 til og með 69 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og þeir 60 til og með 69 ára sem njóta óskerts ellilífeyris, kr.700.
 3. Fyrir vitjun læknis skv. 1. mgr. 6. gr. á dagvinnutíma:
  1. Sjúkratryggðir almennt, kr. 1.600.
  2. Aldraðir 67 til og með 69 ára, sbr. þó c-lið, kr. 1.000.
  3. Aldraðir 70 ára og eldri, öryrkjar, aldraðir 67 til og með 69 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og þeir 60 til og með 69 ára sem njóta óskerts ellilífeyris, kr. 700.
  4. Börn yngri en 18 ára og börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna, greiða ekkert gjald.
 4. Fyrir vitjun læknis skv. 2. mgr. 6. gr. utan dagvinnutíma:
  1. Sjúkratryggðir almennt, kr. 2.300.
  2. Aldraðir 67 til og með 69 ára, sbr. þó c-lið, kr. 1.700.
  3. Aldraðir 70 ára og eldri, öryrkjar, aldraðir til og með 69 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og þeir 60 til og með 69 ára sem njóta óskerts ellilífeyris, kr. 900.
  4. Börn yngri en 18 ára og börn með umönnunarkort samkvæmt reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna, greiða ekkert gjald.
 5. Fyrir komu á slysadeild og bráðamóttöku sjúkrahúsa skv. 1. mgr. 9. gr.:
  1. Sjúkratryggðir almennt, kr. 2.500.
  2. Aldraðir 67 til og með 69 ára, sbr. þó c-lið, kr. 2.000.
  3. Aldraðir 70 ára og eldri, öryrkjar, aldraðir 67 til og með 69 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og þeir 60 til og með 69 ára sem njóta óskerts ellilífeyris, kr. 900.
 6. Fyrir komu á göngudeild sjúkrahúsa vegna þjónustu annarra en lækna skv. 2. mgr. 9. gr.:
  1. Sjúkratryggðir almennt, kr. 1.500.
  2. Aldraðir 67 til og með 69 ára, sbr. þó c-lið, kr. 1.200.
  3. Aldraðir 70 ára og eldri, öryrkjar, aldraðir 60 til og með 69 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og þeir 60 til og með 69 ára sem njóta óskerts ellilífeyris, kr. 750.
 7. Fyrir komu til sérfræðilæknis utan sjúkrahúsa og til sérfræðilæknis á göngudeild sjúkrahúsa skv. 12. gr.:
  1. Sjúkratryggðir, kr. 1.500 + 1/3 af 40% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna sem umfram er, þó að hámarki kr. 27.000.
  2. Aldraðir 67 til og með 69 ára, sbr. þó c-lið, kr. 1.200 + 1/3 af 40% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna sem umfram er, þó að hámarki kr. 27.000.
  3. Aldraðir 70 ára og eldri, öryrkjar, aldraðir 67 til og með 69 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og þeir 60 til og með 69 ára sem njóta óskerts ellilífeyris, 1/9 af gjaldi samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 12. gr., þó að lágmarki kr. 700 og að hámarki kr. 27.000.
  4. Börn yngri en 18 ára, 1/9 af gjaldi samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 12. gr., þó að lágmarki kr. 450 og að hámarki kr. 27.000 og ekkert gjald vegna komu til sérfræðilæknis á göngudeild sjúkrahúsa.
 8. Fyrir rannsóknir skv. 1. mgr. 14. gr.:
  1. Sjúkratryggðir almennt, kr. 800.
  2. Aldraðir 67 til og með 69 ára, sbr. þó c-lið, kr. 500.
  3. Aldraðir 70 ára og eldri, öryrkjar, aldraðir 67 til og með 69 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og þeir 60 til og með 69 ára sem njóta óskerts ellilífeyris, kr. 300.
  4. Börn yngri en 18 ára greiða ekkert gjald.
 9. Fyrir geisla- og myndgreiningu og beinþéttnimælingu skv. 2. mgr. 14. gr.:
  1. Sjúkratryggðir almennt, kr. 750 og til viðbótar 1/3 af 40% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna sem umfram er, þó að hámarki kr. 27.000.
  2. Aldraðir 67 til og með 69 ára, sbr. þó c-lið, kr. 600 og til viðbótar 1/3 af 40% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna sem umfram er, þó að hámarki kr. 27.000.
  3. Aldraðir 70 ára og eldri, öryrkjar, aldraðir 67 til og með 69 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og þeir 60 til og með 69 ára sem njóta óskerts ellilífeyris, 1/9 af gjaldi skv. 1. tölul. 2. mgr. 14. gr., þó að lágmarki kr. 400 og að hámarki kr. 27.000.
  4. Börn yngri en 18 ára greiða ekkert gjald.
 10. Fyrir keiluskurðaðgerð skv. 5. mgr. 9. gr.:
  1. Sjúkratryggðir almennt, kr. 2.600.
  2. Aldraðir 67 til og með 69 ára, sbr. þó c-lið, kr. 1.800.
  3. Aldraðir 70 ára og eldri, öryrkjar, aldraðir 67 til og með 69 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og þeir 60 til og með 69 ára sem njóta óskerts ellilífeyris, kr. 1.000.
 11. Fyrir kransæða- og hjartaþræðingu skv. 6. mgr. 9. gr.:
  1. Sjúkratryggðir almennt, kr. 2.600.
  2. Aldraðir 67 til og með 69 ára, sbr. þó c-lið, kr. 1.800.
  3. Aldraðir 70 ára og eldri, öryrkjar, aldraðir 67 til og með 69 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og þeir 60 til og með 69 ára sem njóta óskerts ellilífeyris, kr. 1.000.

Við komu skv. 7. tölul. 2. mgr. þar sem svæfingalæknir svæfir eða deyfir við aðgerð skurð­læknis skal sjúkratryggður greiða að hámarki kr. 27.000 í heild.

Heimilt er að ákveða að afsláttarskírteinishafar greiði sama vitjanagjald og aðrir en fái síðan mismuninn endurgreiddan gegnum sjúkratryggingar, gegn framvísun kvittunar læknis.

Gjöld sem greidd eru á heilsugæslustöð og sjúkrahúsi renna til reksturs stofnananna.

Vitjanagjald dregst frá samningsbundinni þóknun læknis fyrir vitjanir, sbr. og 6. gr.

VIII. KAFLI

Ýmis ákvæði.

17. gr.

Sérreglur fyrir atvinnulausa.

Einstaklingur sem verið hefur samfellt atvinnulaus í sex mánuði eða lengur samkvæmt staðfestingu Vinnumálastofnunar á rétt á heilbrigðisþjónustu á sömu kjörum og aldraðir 70 ára og eldri, öryrkjar, aldraðir 67 til og með 69 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og þeir 60 til og með 69 ára sem njóta óskerts ellilífeyris. Staðfestingu Vinnumálastofnunar skal endurnýja á þriggja mánaða fresti. Réttur til afsláttarskírteinis fer samkvæmt 1. mgr. 15. gr.

18. gr.

Sérreglur fyrir líffæragjafa.

Þeir sem gefa líffæri eða fyrirhugað er að gefi líffæri eru undanþegnir öllum gjöldum samkvæmt reglugerð þessari vegna rannsókna og/eða meðferðar sem er í beinum tengslum við brottnám líffæris eða fyrirhugað brottnám líffæris.

19. gr.

Gjald fyrir sjúkraflutninga.

Fyrir sjúkraflutning á sjúkrahús og frá sjúkrahúsi skulu sjúkratryggðir greiða kr. 5.000.

20. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 1. mgr. 29. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, og 37. gr. laga nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu, öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 1078/2009 um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu sbr. þó 2. mgr.

Frá 1. janúar 2010 falla úr gildi ákvæði reglugerðar nr. 1078/2009 er varða greiðslu­hlutdeild og afsláttarviðmið 60 til og með 69 ára sem njóta óskerts ellilífeyris. Ákvæði þessarar reglugerðar gilda um greiðsluhlutdeild og afsláttarviðmið þeirra frá sama tíma.

Heilbrigðisráðuneytinu, 15. janúar 2010.

F. h. r.
Vilborg Þ. Hauksdóttir.

Steinunn M. Lárusdóttir.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica