Leita
Hreinsa Um leit

Heilbrigðisráðuneyti

562/2009

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 764/2008 um sameiningu heilbrigðisstofnana.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:

C-liður fellur brott.

D-liður orðast svo:

Undir nafninu Heilbrigðisstofnunin Fjallabyggð sameinast eftirtaldar stofnanir frá 1. janúar 2010:

Heilbrigðisstofnunin Siglufirði.

Heilsugæslustöðin Ólafsfirði.

2. gr.

2. gr. orðast svo:

Ákvæði a- og d-liðar 1. gr. reglugerðarinnar, með síðari breytingum, koma til framkvæmda 1. janúar 2010.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Heilbrigðisráðuneytinu, 11. júní 2009.

Ögmundur Jónasson.

Berglind Ásgeirsdóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica