Heilbrigðisráðuneyti

679/2009

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 236/2009 um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga við kaup á lyfjum. - Brottfallin

1. gr.

Í stað orðanna "skv. 2. mgr., sbr. þó 2. og 9. gr." í 1. mgr. 4. gr. kemur: skv. 3. mgr., sbr. þó 2. mgr. og 2. og 9. gr.

2. gr.

Á eftir 1. mgr. 4. gr. kemur ný málsgrein sem orðast svo:

Sjúkratryggingar taka þátt í greiðslu hagkvæmustu pakkninga í lyfjaflokknum C 09 lyf með verkun á renínangíótensín kerfið. Hagkvæmustu pakkningar eru metnar út frá verði á einingu í pakkningu og þær pakkningar B-merktar sem víkja ekki meir en 150% frá ódýrasta einingaverði. Sjúkratryggingar taka ekki þátt í greiðslu annarra lyfja í lyfjaflokki C 09 en er þó heimilt að gefa út lyfjaskírteini, sbr. 2. tölul. 11. gr.

3. gr.

2. mgr. 5. gr. orðast svo:

Sjúkratryggingar taka þátt í greiðslu hagkvæmustu pakkninga í lyfjaflokkunum prótón­pumpu­hemlum (A 02 B C) og lyfjum til temprunar á blóðfitu (C 10 A). Hag­kvæm­ustu pakkningar eru metnar út frá verði eininga í pakkningu og þær pakkningar E-merktar sem víkja ekki meir en 20% frá ódýrasta einingaverði í ATC-flokki A 02 B C, en 50% í ATC-flokki C 10 A. Sjúkratryggingar taka ekki þátt í greiðslu annarra lyfja í framan­greindum lyfjaflokkum en er þó heimilt að gefa út lyfjaskírteini fyrir greiðslu­þátttöku skv. 1. tölul. 11. gr.

4. gr.

Á eftir 1. tölul. 11. gr. kemur nýr töluliður, sem verður 2. tölul. og breytast aðrir töluliðir í samræmi við það, og orðast hann svo: Þegar sjúklingi er brýn nauðsyn að nota um lengri tíma lyf sem sjúkratryggingar greiða ekki ("0" merkt í lyfjaverðskrá), sbr. 2. mgr. 4. gr. Er þá heimilt að greiða skv. B-merkingu.

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 25. gr., 1. mgr. 29. gr. og 55. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, öðlast gildi 1. október 2009.

Ákvæði til bráðabirgða.

Lyfjaávísanir á þau lyf sem fá breytta greiðsluþátttöku samkvæmt 2. gr. og gefnar eru út fyrir gildistöku reglugerðar þessarar, halda óbreyttri greiðsluþátttöku til allt að 1. janúar 2010.

Heilbrigðisráðuneytinu, 17. júlí 2009.

Ögmundur Jónasson.

Einar Magnússon.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica