Heilbrigðisráðuneyti

1202/2008

Reglugerð um hækkun bóta slysatrygginga almannatrygginga. - Brottfallin

1. gr.

Upphæðir bóta samkvæmt IV. kafla laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, með síðari breytingum, skulu hækka frá 1. janúar 2009 og verða sem hér segir:

Slysatryggingar

kr. á dag

kr. á mánuði

kr. á ári

Dagpeningar skv. 3. mgr. 33. gr.

1.392

   

Dagpeningar vegna barns á framfæri

     

skv. 3. mgr. 33. gr.

312

   

Örorkulífeyrir (100%) skv. 34. gr.

 

29.294

351.528

Dánarbætur skv. a-lið 1. mgr. 35. gr.

 

32.332

387.984

Barnalífeyrir skv. b-lið 1. mgr. 35. gr.

 

21.657

259.884


Dánarbætur skv. c-lið 1. mgr. 35. gr.

403.547 - 1.211.080 kr. eingreiðsla

Dánarbætur skv. 2. mgr. 35. gr.

565.207 kr .eingreiðsla

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 70. gr., sbr. 69. gr. og 12. tölul. ákvæðis til bráðabirgða, laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2009. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 290/2008, um hækkun bóta slysatrygginga og sjúkratrygginga almannatrygginga.

Heilbrigðisráðuneytinu, 29. desember 2008.

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Vilborg Þ. Hauksdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica