Heilbrigðisráðuneyti

1084/2008

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 785/2007 um heilbrigðisumdæmi. - Brottfallin

1. gr.

Í stað 1.-8. tölul. 9. gr. kemur:

 1. Heilbrigðisstofnunin Akranesi.
 2. Heilbrigðisstofnun Vesturlands.
 3. Heilbrigðisstofnunin Hólmavík.
 4. Heilbrigðisstofnunin Hvammstanga.

2. gr.

Í stað 1.-3. tölul. 11. gr. kemur:

 1. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.
 2. Heilbrigðisstofnunin Patreksfirði.

3. gr.

Í stað 1.-8. tölul. 13. gr. kemur:

 1. Heilbrigðisstofnunin Blönduósi og Sauðárkróki.
 2. Sjúkrahúsið á Akureyri.
 3. Heilsugæslustöðin á Akureyri.
 4. Heilbrigðisstofnun Þingeyinga.
 5. Heilbrigðisstofnunin Dalvíkur- og Fjallabyggð.

4. gr.

Ákvæði 2. gr. reglugerðar þessarar, sem kemur í stað reglugerðar nr. 765/2008 og sett er með stoð í 1. málsl. 1. mgr. 5. gr., sbr. 2. mgr. 6. gr., laga nr. 40/2007 um heilbrigðis­þjónustu, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2009 en ákvæði 1. og 3. gr. öðlast gildi 1. júlí 2009.

Heilbrigðisráðuneytinu, 14. nóvember 2008.

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Vilborg Þ. Hauksdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica