Heilbrigðisráðuneyti

892/2008

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 213/2005 um lyfjagreiðslunefnd. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr.:

  1. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður sem orðast svo: Ef lyfið er með lægsta viðmiðunarverð í viðmiðunarflokki, skal markaðsleyfishafi staðfesta að til séu a.m.k. 4 vikna birgðir, áður en lyfið er birt í lyfjaverðskrá.
  2. Á eftir 4. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar sem orðast svo:

Verði birgðaskortur á lyfi, sem ekki er með viðmiðunarverð, í meira en 30 daga, fellur umrætt lyf úr lyfjaverðskrá.

Verði birgðaskortur á lyfi, sem er með viðmiðunarverð, skal það tilkynnt lyfjagreiðslu­nefnd þegar í stað, sem gefur þá út nýtt viðmiðunarverð, sem birt verður í næstu lyfjaverðskrá, en umrætt lyf fellur úr verðskrá.

2. gr.

2. mgr. 11. gr. orðast svo:

Lyfjaverðskrá skal gefin út mánaðarlega með gildistöku fyrsta hvers mánaðar.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 43. gr. og 49. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 með síðari breytingum, öðlast gildi 1. október 2008.

Heilbrigðisráðuneytinu, 18. september 2008.

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Berglind Ásgeirsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica