Félagsmálaráðuneyti

531/2020

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 390/2009, um mengunarmörk og aðgerðir til að draga úr mengun á vinnustöðum, með síðari breytingum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á viðauka I við reglugerðina:

  1. Eftirfarandi breytingar verða á mengunarmarkaskrá:
EB-nr. CAS-nr. Efni Mengunarmörk     Ath.     Nr.
Fyrir 8 tíma Þakgildi
ppm mg/m³ ppm mg/m³
209-800-6 593-60-2 Brómetýlen 1 4,4 - - K  
203-450-8 106-99-0 1,3 Bútandíen 1 2,2 - - K  
200-879-2 75-56-9 1,2 Etoxýprópan 1 2,4 - - H, K  
206-114-9 302-01-2 Hydrasín 0,01 0,013 - - H, K  
202-429-0 95-53-4 o-Toluidín 0,1 0,5 - - H, K  
239-487-1 15468-32-3 Trídýmit
Heildarryk
Örfínt ryk
 
-
-

0,15
0,05

-
-

-
-
K  
231-801-5 7738-94-5 Krómsýra og krómöt (Sexgilt króm, Cr (VI)), sem Cr, fyrir utan strontíumkrómat - 0,005 - - O, K 33)
    Keramikþræðir - 0,3 - - K 3), 34)
238-878-4 14464-46-1 Kristóbalít
Heildarryk
Örfínt ryk
 
-
-

0,15
0,05

 
-
-

-
-
K  
238-455-4 14808-60-7 Kvars
Heildarryk
Örfínt ryk

-
-

0,3
0,1

-
-

-
-
K  
  1. Á eftir 32. tölul. í lista yfir athugasemdir við mengunarmarkaskrá og samantekt á efnum sem hafa mengunarmörk fyrir örfínt ryk og þræði koma tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
    1. Mengunarmörk 0,010 mg/m³ gilda til 17. janúar 2025. Þrátt fyrir framangreint gilda meng­unar­mörk 0,025 mg/m³ við rafsuðu, plasmaskurð eða sambærilega vinnu sem myndar gufur til 17. janúar 2025.
    2. Þræðir í rúmmetra (m³).

 

2. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í 38. og 3. mgr. 51. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum, að fenginni umsögn stjórnar Vinnueftirlits ríkisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytis, til innleiðingar á tilskipun 2017/2398/ESB frá 12. desember 2017, um breytingu á tilskipun ráðsins 2004/37/EB, um verndun starfsmanna gegn áhættu vegna áhrifa af krabbameinsvöldum eða stökkbreytivöldum á vinnustað, sem vísað er til í XVIII. viðauka samnings um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 129/2009, öðlast þegar gildi.

 

Félagsmálaráðuneytinu, 29. maí 2020.

 

Ásmundur Einar Daðason.

Bjarnheiður Gautadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica