Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

1136/2020

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 530/2020, um verndun starfsmanna á vinnustöðum gegn hættu á heilsutjóni af völdum efna sem geta valdið krabbameini eða stökkbreytingu í kímfrumum.

1. gr.

Á eftir 6. tölulið, í skrá um efni, efnablöndur og vinnsluferli sem geta valdið krabbameini, í I. viðauka við reglugerðina bætast við tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:

  1. Störf þar sem starfsmenn eru útsettir fyrir mengun í gegnum húð af jarðolíum sem hafa verið notaðar í brunahreyflum til að smyrja og kæla vélarhluta sem hreyfast innan hreyfilsins.
  2. Störf þar sem starfsmenn eru útsettir fyrir mengun vegna útblásturs frá dísilhreyflum.

2. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 38. gr. og 3. mgr. 51. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum, að fenginni umsögn stjórnar Vinnueftirlits ríkisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/130 frá 16. janúar 2019 um breytingu á tilskipun ráðsins 2004/37/EB, um verndun starfsmanna gegn áhættu vegna áhrifa af krabbameinsvöldum á vinnustað, sem vísað er til í XVIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 110/2020, öðlast þegar gildi.

Félagsmálaráðuneytinu, 20. nóvember 2020.

Ásmundur Einar Daðason.

Bjarnheiður Gautadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.