Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Stofnreglugerð

917/2020

Reglugerð um nám og námskeið sem eru viðurkennd sem vinnumarkaðsúrræði.

1. gr.

Eftirfarandi nám og námskeið teljast til vinnumarkaðsúrræða skv. 12. gr. laga nr. 55/2006, um vinnumarkaðsaðgerðir, með síðari breytingum:

  1. Nám innan framhaldsfræðslu á grundvelli námskrár sem er vottuð, sbr. lög um framhaldsfræðslu.
  2. Starfstengt nám sem fram fer á vegum fræðslustofnana atvinnulífsins.
  3. Annað nám og önnur námskeið en þau sem falla undir a- eða b-lið og fram fara á vegum símenntunarmiðstöðva.
  4. Námskeið/nám sem ekki verður metið til eininga og fram fer á vegum endurmenntunarstofnana á háskólastigi.
  5. Námskeið sem fram fer á vegum endurhæfingarmiðstöðva.
  6. Annað nám og önnur námskeið en nám/námskeið sem fellur undir a-e-lið sem líklegt er að styrki atvinnuleitendur á vinnumarkaði að mati ráðgjafa Vinnumálastofnunar.

Nám sem er lánshæft samkvæmt reglum Menntasjóðs námsmanna, hvort sem það fer fram í dag- eða kvöldskóla, sem og fjarnám telst þó ekki vinnumarkaðsúrræði skv. d-lið 1. mgr. 12. gr. laga um vinnumarkaðsaðgerðir.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 3. mgr. 12. gr. laga um vinnumarkaðsaðgerðir, að fenginni umsögn stjórnar Vinnumálastofnunar, öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 1223/2015, um nám og námskeið sem eru viðurkennd sem vinnumarkaðsúrræði.

Félagsmálaráðuneytinu, 17. september 2020.

Ásmundur Einar Daðason.

Bjarnheiður Gautadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.