Félagsmálaráðuneyti

251/2019

Reglugerð um breytingu á reglugerð um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir, nr. 555/2016. - Brottfallin

1. gr.

2. málsl. 1. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Skal hámarksbyggingarkostnaður íbúða skv. 1. málsl. reiknaður þannig að heildarfermetraverð á hvern brúttófermetra rýma byggingar í lokunarflokki A og B skv. ÍST50 fari ekki yfir 264.000 kr. að viðbættum 6.000.000 kr. fastakostnaði á hverja íbúð.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. reglugerðarinnar:

  1. Orðin "með nákvæmri sundurliðun, staðfest af sérfræðingi ef við á" í 4. tölul. 2. mgr. falla brott.
  2. 6. tölul. 2. mgr. fellur brott og breytist töluröð síðari töluliða samkvæmt því.
  3. Við 3. mgr. bætast tveir nýir töluliðir, 4. og 5. tölul., sem verða svohljóðandi og breytist töluröð síðari töluliða samkvæmt því:
    1. Greinargerð um þörf á leiguhúsnæði á viðkomandi svæði og hvernig áætlanir um fyrirhugaðar byggingar eða kaup á almennum íbúðum taka mið af þeirri þörf, eftir atvikum með hliðsjón af húsnæðisáætlun viðkomandi sveitarfélags.
    2. Nákvæm sundurliðun á stofnvirði þeirra íbúða sem fyrirhugað er að byggja eða kaupa, staðfest af sérfræðingi ef við á.
  4. Í stað orðsins "innheldur" í 4. tölul. 3. mgr., sem verður 6. tölul. 3. mgr., kemur: inniheldur.

3. gr.

4. málsl. 1. mgr. 16. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Íbúðalánasjóður skal láta þinglýsa kvöð á eign við veitingu stofnframlags þess efnis að óheimilt sé að þinglýsa skuldbindingum á eignina án samþykkis Íbúðalánasjóðs og sveitarfélags þess sem veitt hefur stofnframlag til byggingar eða kaupa á almennri íbúð. Umsækjandi um stofnframlag greiðir gjald vegna þinglýsingar skv. 1. málsl. samkvæmt gjaldskrá Íbúðalánasjóðs, sbr. 49. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998.

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. reglugerðarinnar:

  1. Orðin "með nákvæmri sundurliðun, staðfest af sérfræðingi ef við á" í 4. tölul. 1. mgr. falla brott.
  2. 6. tölul. 1. mgr. fellur brott og breytist töluröð síðari töluliða samkvæmt því.
  3. Við 2. mgr. bætast tveir nýir töluliðir, 3. og 4. tölul., sem verða svohljóðandi og breytist töluröð síðari töluliða samkvæmt því:
    1. Greinargerð um þörf á leiguhúsnæði á viðkomandi svæði og hvernig áætlanir um fyrirhugaðar byggingar eða kaup á almennum íbúðum taka mið af þeirri þörf, eftir atvikum með hliðsjón af húsnæðisáætlun viðkomandi sveitarfélags.
    2. Nákvæm sundurliðun á stofnvirði þeirra íbúða sem fyrirhugað er að byggja eða kaupa, staðfest af sérfræðingi ef við á.
  4. Í stað orðsins "innheldur" í 3. tölul. 2. mgr., sem verður 5. tölul, kemur: inniheldur.

5. gr.

Í stað orðsins "fasteignamati" í 1. tölul. 2. mgr. 25. gr. reglugerðarinnar kemur: árlegu endur­stofnverði.

6. gr.

Í stað orðanna "árlegu fasteignamati" í 2. málsl. 1. mgr. 26. gr. reglugerðarinnar kemur: árlegu endurstofnverði.

7. gr.

4. mgr. 29. gr. verður svohljóðandi:

Ákvæði 2. og 3. mgr. eiga ekki við um sveitarfélög.

8. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli 9. mgr. 11. gr., 4. mgr. 12. gr., 8. mgr. 16. gr., 4. mgr. 18. gr. og 5. mgr. 23. gr. laga um almennar íbúðir, nr. 52/2016, öðlast þegar gildi.

Félagsmálaráðuneytinu, 7. mars 2019.

Ásmundur Einar Daðason.

Ágúst Þór Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica