Fjármálaráðuneyti

53/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 297/2003, um arðsfrádrátt.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt" kemur: 90/2003, um tekjuskatt.
  2. Í stað orðanna "2. og 4. tölul. 1. mgr. 2. gr." kemur: 2. tölul. 1. mgr. 2. gr.
  3. Við greinina bætist: , sbr. XII. kafla laga nr. 2/1995, um hlutafélög, og laga nr. 138/1994, um einkahlutafélög. Sama gildir um fjárhæð sem félög í sömu félagaformum, sem skattskyld eru skv. 7. tölul. 3. gr. laga nr. 90/2003, um tekju­skatt og eru heimilisföst í öðru aðildarríki á Evrópska efnahagssvæðinu, hafa fengið greidda í arð.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:

  1. Á eftir orðinu (OECD) í 1. tölul. 2. mgr. kemur: eða aðildarríkja Evrópska efna­hags­svæðisins.
  2. Í stað "75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt" í 4. tölul. 2. mgr. kemur: 90/2003, um tekjuskatt.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 9. tölul. 31. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 10. janúar 2008.

F. h. r.

Baldur Guðlaugsson.

Ingibjörg H. Helgadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica