Leita
Hreinsa Um leit

Fjármálaráðuneyti

428/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 641/2006, um vörur sem heimilt er að selja í tollfrjálsum verslunum skv. 2. mgr. 104. gr. tollalaga nr. 88/2005.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:

  1. Nýr töluliður, 16. liður, bætist við, svohljóðandi: Drykkjarvatn.
  2. Ný málsgrein, 2. mgr., bætist við, svohljóðandi:

Þá er heimilt að selja einnota burðarpoka í umræddum verslunum.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 3. mgr. 104. gr. tollalaga, nr. 88/2005 og öðlast gildi þegar í stað.

Fjármálaráðuneytinu, 23. apríl 2008.

F. h. r.

Maríanna Jónasdóttir.

Ögmundur H. Magnússon.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica