Fjármálaráðuneyti

1056/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 577/1989, um frjálsa og sérstaka skráningu vegna leigu eða sölu á fasteign, með síðari breytingum.

1. gr.

Í stað 1.-3. tölul. 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar koma eftirfarandi töluliðir:

  1. Skriflegur leigusamningur.
  2. Yfirlýsing leigutaka um að hann samþykki fyrir sína hönd frjálsa skráningu og þar með greiðslu virðisaukaskatts af leigugjaldi.
  3. Vottorð um að yfirlýsingu skv. 2. tölul. hafi verið þinglýst.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 6. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, og öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 21. nóvember 2005.

F. h. r.

Baldur Guðlaugsson.

Vala R. Þorsteinsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica