Fara beint í efnið

Prentað þann 16. apríl 2024

Breytingareglugerð

347/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 990/2001, um greiðslu vaxtabóta, með síðari breytingum.

1. gr.

19. gr. reglugerðarinnar ásamt fyrirsögn orðast svo:

Greiðsla vaxtabóta.

Vaxtabætur greiðast út að lokinni álagningu opinberra gjalda.

Vaxtabætur greiðast rétthafa að því marki sem eftirstöðvum nemur þegar frá hafa verið dregin opinber gjöld til ríkissjóðs, opinber gjöld til sveitarjfélaga, ofgreiddar greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði og vangreidd meðlög til Innheimtustofnunar sveitarfélaga í þessari forgangsröð:

  1. Fyrirframgreiddar vaxtabætur.
  2. Ofgreiddar barnabætur.
  3. Tekjuskattur.
  4. Önnur þinggjöld, sbr. þó 6. tölulið.
  5. Útsvar.
  6. Tryggingagjald.
  7. Vangreidd gjöld maka skv. 1.-5. tölulið.
  8. Virðisaukaskattur.
  9. Bifreiðagjöld.
  10. Þungaskattur.
  11. Kílómetragjald.
  12. Ofgreiddar greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði.
  13. Ofgreiddar húsaleigubætur.
  14. Vangreidd meðlög eftir kröfu Innheimtustofnunar sveitarfélaga.
  15. Gjaldfallnar afborganir og vextir af lánum Íbúðalánasjóðs.

Sköttum og gjöldum sem eru til innheimtu hér á landi á grundvelli Norðurlandasamnings um aðstoð í skattamálum, dags. 7. desember 1989, sbr. lög nr. 46/1990 og milliríkjasamnings Evrópuráðsins og OECD um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð í skattamálum, dags. 25. janúar 1988, sbr. lög nr. 74/1996, skal skipað í framangreinda forgangsröð samhliða sambærilegum sköttum og gjöldum.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í B-lið 68. gr. og 121. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum og 15. gr. a. í lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 12. apríl 2006.

F. h. r.

Maríanna Jónasdóttir.

Sóley Ragnarsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.