Menntamálaráðuneyti

128/1984

Reglugerð um breyting á reglugerð nr.73 15.maí 1963 um viðauka við reglugerð nr.127 frá 1937 um skemmtanaskatt. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

REGLUGERÐ

um breyting á reglugerð nr. 73 15. maí 1963 um viðauka við

reglugerð nr. 127 frá 1937, um skemmtanaskatt.

1.gr.

2. gr. orðist svo:

Dansleikir, sem unglingar frá 16 til 21 árs aldri eiga einir aðgang að, skulu undanþegnir öllum skemmtanaskatti, enda sé aðgangur seldur vægu verði og fullnægt öðrum skilyrðum, er lögreglustjóri telur rétt að setja.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum nr. 58 12. maí 1970 um skemmtanaskatt, öðlast þegar gildi.

Menntamálaráðuneytið, 20. febrúar 1984.

Ragnhildur Helgadóttir.

Árni Gunnarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica