Fjármála- og efnahagsráðuneyti

365/2022

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 599/2005, um ökumæla, verkstæði, álestraraðila og eftirlitsaðila kílómetragjalds.

1. gr.

11. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Álestraraðilar eru faggiltar skoðunarstöðvar, tollyfirvöld við innflutning og útflutning og eftir atvikum Vegagerðin. Ríkisskattstjóra er heimilt að ákveða að álestur af ökumæli gjaldskylds öku­tækis geti jafnframt farið fram rafrænt og skal þá faggilt skoðunarstöð yfirfara og senda ríkis­skattstjóra skráningu álestrar við næstu aðalskoðun ökutækis.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 8. mgr. 13. gr. og 3. mgr. 23. gr. laga nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald, öðlast þegar gildi.

 

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 16. mars 2022.

 

F. h. r.

Helga Jónsdóttir.

Guðrún Inga Torfadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica